Vinnur Audi R8 og tryllist Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 07:30 Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent
Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent