Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. janúar 2014 14:51 Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira