Mýtan um heimsins besta vatn ósönnuð Svavar Hávarðsson skrifar 15. janúar 2014 07:45 Urriðafoss í Þjórsá. Áhrif stíflugerðar vatnsaflsvirkjana, byggingar varnargarða, hafna og þverana fjarða á eftir að meta. Ísland metur nú vatnsgæði sín í fyrsta skipti með sömu aðferðum og aðrir Evrópubúar. Sjá vatn.is. Fréttablaðið/Vilhelm „Við vitum það ekki – sums staðar ekki,“ segir Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, um mýtuna um að vatn hér á landi sé heilt yfir í góðu lagi. „Við teljum að vatn sé almennt í góðu ástandi en samt er mikilvægt að greina álag á vatn og áhrif þess með því að nota ákveðnar aðferðir til að ganga úr skugga um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands, út á við, að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott. Þar er allt undir, líka strandsjórinn til viðbótar við yfirborðsvatn og grunnvatn á landi.“Fjársjóður Hér vísar Jóhanna Björk til þess að Ísland er, eins og allir vita, afar auðugt að vatni. Miklu máli skiptir fyrir viðskipti, ímynd og umhverfisgæði landsins að geta sýnt fram á að ástand þess sé almennt gott þar sem að hér á landi er ýmis starfsemi sem getur valdið því að vatngæði spillast. Í síðustu viku birti Umhverfisstofnun Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands, en Jóhanna Björk er ritstjóri hennar, og komu margir starfsmenn UST að skýrslunni. Vinnan hófst árið 2011 og fór fram í samvinnu við vatnasvæðanefndir og ráðgjafanefndir starfa í tengslum við stjórn vatnamála, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Veðurstofu Íslands, Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun, Orkustofnun og fleiri aðila. Skýrslan er aðeins fyrsta skrefið í umfangsmikilli úttekt á vatnsgæðum hér á landi. Næstu ár fer fram nánari greining á annars konar álagi á vatn og á því hver staðan er í raun, meðal annars hvort álag hafi áhrif á vistkerfi. Vinnan stuðlar að sjálfbærri nýtingu og því sem ekki er síður mikilvægt, langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Stöðuskýrslan er þess utan fyrsta skrefið í gerð heildstæðrar vatnaáætlunar fyrir landið; í henni er fjallað um skiptingu vatns í vatnshlot og gerðir, þætti sem geta valdið álagi á vatn og hvort hætta sé á að vatnshlot standist ekki umhverfismarkmið um gott ástand.Óvissa Það mat á álagi vatnasvæða sem birt er í skýrslunni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Afmörkuð hafa verið 2.366 yfirborðsvatnshlot og 309 grunnvatnshlot. Af þessum mikla fjölda teljast aðeins tvö í hættu, en óvissa er um ástand 36 þeirra til viðbótar [sjá skýringarmynd]. Óvissan getur verið tilkomin af mörgum ástæðum. Fréttablaðið fjallaði í blaði gærdagsins um gamla sorphauga í Gufunesi og Geirsnefi sem taldir eru menga strandsjó í Elliðaárvogi og Grafarvogi. Fréttablaðið fjallaði enn fremur um mengun frá öðru þessara svæða á föstudag – gömlum urðunarstöðum hersins á Miðnesheiði sem menga grunnvatn. Óhreinsað skólp kemur fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, svo dæmi séu tekin um þá álagsþætti sem eru til skoðunar. Endanleg niðurstaða um það hvort vatnshlot sem flokkuð eru í óvissu uppfylli umhverfismarkmið um gott ástand eða ekki, mun liggja fyrir eftir ítarlega skoðun á gögnum frá sérfræðistofnunum og hagsmunaaðilum. Ef ástand reynist vera lakara en gott eru vatnshlot flokkuð í hættu.Ærið verk Jóhanna Björk minnir á að verkefnið sem er fram undan sé ærið. Enn á eftir að meta einstök svæði vegna stíflugerðar vatnsaflsvirkjana, byggingar varnargarða, hafna og vegna þverana fjarða. Því getur álagsmat fyrir hluta vatnshlota breyst þegar fram líða stundir og unnið hefur verið úr öllum þeim gögnum sem safnað verður á næstu árum. Gögn um ástand vistkerfanna skipta þar grundvallarmáli – en á grunni þeirrar vinnu verður dregin upp aðgerðaáætlun sem lýtur að því hvort hægt sé að bæta ástand þeirra vatnshlota sem falla á prófinu. „Við eigum eftir að skoða áhrif mengunarálagsins á lífríkið og vistkerfið í heild, það er næsta skref. Það er ekki fyrr en eftir slíka skoðun sem við getum afgreitt vatnshlot, stöðuvatn til dæmis, og sagt hvort allt sé í góðu lagi eða hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þess,“ segir Jóhanna Björk. Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
„Við vitum það ekki – sums staðar ekki,“ segir Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á Umhverfisstofnun, um mýtuna um að vatn hér á landi sé heilt yfir í góðu lagi. „Við teljum að vatn sé almennt í góðu ástandi en samt er mikilvægt að greina álag á vatn og áhrif þess með því að nota ákveðnar aðferðir til að ganga úr skugga um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir ímynd Íslands, út á við, að við getum sýnt fram á það með sömu aðferðum og aðrar þjóðir Evrópu nota að vatnið okkar sé gott. Þar er allt undir, líka strandsjórinn til viðbótar við yfirborðsvatn og grunnvatn á landi.“Fjársjóður Hér vísar Jóhanna Björk til þess að Ísland er, eins og allir vita, afar auðugt að vatni. Miklu máli skiptir fyrir viðskipti, ímynd og umhverfisgæði landsins að geta sýnt fram á að ástand þess sé almennt gott þar sem að hér á landi er ýmis starfsemi sem getur valdið því að vatngæði spillast. Í síðustu viku birti Umhverfisstofnun Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands, en Jóhanna Björk er ritstjóri hennar, og komu margir starfsmenn UST að skýrslunni. Vinnan hófst árið 2011 og fór fram í samvinnu við vatnasvæðanefndir og ráðgjafanefndir starfa í tengslum við stjórn vatnamála, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Veðurstofu Íslands, Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun, Orkustofnun og fleiri aðila. Skýrslan er aðeins fyrsta skrefið í umfangsmikilli úttekt á vatnsgæðum hér á landi. Næstu ár fer fram nánari greining á annars konar álagi á vatn og á því hver staðan er í raun, meðal annars hvort álag hafi áhrif á vistkerfi. Vinnan stuðlar að sjálfbærri nýtingu og því sem ekki er síður mikilvægt, langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Stöðuskýrslan er þess utan fyrsta skrefið í gerð heildstæðrar vatnaáætlunar fyrir landið; í henni er fjallað um skiptingu vatns í vatnshlot og gerðir, þætti sem geta valdið álagi á vatn og hvort hætta sé á að vatnshlot standist ekki umhverfismarkmið um gott ástand.Óvissa Það mat á álagi vatnasvæða sem birt er í skýrslunni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Afmörkuð hafa verið 2.366 yfirborðsvatnshlot og 309 grunnvatnshlot. Af þessum mikla fjölda teljast aðeins tvö í hættu, en óvissa er um ástand 36 þeirra til viðbótar [sjá skýringarmynd]. Óvissan getur verið tilkomin af mörgum ástæðum. Fréttablaðið fjallaði í blaði gærdagsins um gamla sorphauga í Gufunesi og Geirsnefi sem taldir eru menga strandsjó í Elliðaárvogi og Grafarvogi. Fréttablaðið fjallaði enn fremur um mengun frá öðru þessara svæða á föstudag – gömlum urðunarstöðum hersins á Miðnesheiði sem menga grunnvatn. Óhreinsað skólp kemur fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, svo dæmi séu tekin um þá álagsþætti sem eru til skoðunar. Endanleg niðurstaða um það hvort vatnshlot sem flokkuð eru í óvissu uppfylli umhverfismarkmið um gott ástand eða ekki, mun liggja fyrir eftir ítarlega skoðun á gögnum frá sérfræðistofnunum og hagsmunaaðilum. Ef ástand reynist vera lakara en gott eru vatnshlot flokkuð í hættu.Ærið verk Jóhanna Björk minnir á að verkefnið sem er fram undan sé ærið. Enn á eftir að meta einstök svæði vegna stíflugerðar vatnsaflsvirkjana, byggingar varnargarða, hafna og vegna þverana fjarða. Því getur álagsmat fyrir hluta vatnshlota breyst þegar fram líða stundir og unnið hefur verið úr öllum þeim gögnum sem safnað verður á næstu árum. Gögn um ástand vistkerfanna skipta þar grundvallarmáli – en á grunni þeirrar vinnu verður dregin upp aðgerðaáætlun sem lýtur að því hvort hægt sé að bæta ástand þeirra vatnshlota sem falla á prófinu. „Við eigum eftir að skoða áhrif mengunarálagsins á lífríkið og vistkerfið í heild, það er næsta skref. Það er ekki fyrr en eftir slíka skoðun sem við getum afgreitt vatnshlot, stöðuvatn til dæmis, og sagt hvort allt sé í góðu lagi eða hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þess,“ segir Jóhanna Björk.
Fréttaskýringar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira