Rauðrófusafi lækkar blóðþrýsting Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2014 19:30 Neysla á fimm hundruð millilítrum af rauðrófusafa lækkar blóðþrýsting. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Efnið í rauðrófusafanum sem hefur þessi góðu áhrif er nítrat en það finnst einnig í grænu laufgrænmeti. Sagt er frá þessu á vefsíðunni Heilsutorg. Vísindamennirnir sem leiddu rannsóknina komust að því að blóðþrýstingurinn hafði strax lækkað á innan við klukkustund eftir að rauðrófusafans var neytt. Rannsóknir Bart, London School of Medicine og Peninsula Medical School sýndu því fram á hagkvæma leið til þess að meðhöndla háþrýsting. Þegar hefur með margvíslegum hætti verið sýnt fram á verndandi eiginleika grænmetis sem inniheldur bæði mikið af vítamínum og flug andoxunarefni. Það tók aðeins innan við klukkustund að greina lækkaðan blóðþrýsting í rauðrófusafarannsókninni og blóðþrýstingurinn var jafnvel enn lægri eftir þrjár til fjórar klukkustundir og hélst lágur í 24 klukkustundir eftir neyslu hans. Þetta eru einkar góðar fréttir í ljósi þess að 25% mannkyns þjáist af háþrýstingi og gert er ráð fyrir að sú tala hækki í 29% árið 2025. Háþrýstingurinn veldur um það bil 50% kransæðasjúkdóma og um það bil 75% heilablóðfalla.Amrita Ahluwalia prófessor lét hafa þetta eftir sér: „Rannsóknirnar gefa til kynna að neysla rauðrófusafa eða annars nítratríks grænmetis gæti verið einföld leið til þess að öðlast heilbrigt hjarta- og æðakerfi." Annar prófessor, Graham McGregor hjá Bresku háþrýstingssamtökunum, lýsti rannsókninni sem „áhugaverðri". Hann sagði: „Þetta sýnir að rauðrófusafi færir blóðþrýsting á örskömmum tíma í eðlilegt horf." Hann sagði einnig að mataræði ríkt af grænmeti og ávöxtum hefði góð áhrif á háþrýsting: „Það sem við þurfum að skoða núna eru áhrif neyslu rauðrófusafa til lengri tíma." Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið
Neysla á fimm hundruð millilítrum af rauðrófusafa lækkar blóðþrýsting. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn. Efnið í rauðrófusafanum sem hefur þessi góðu áhrif er nítrat en það finnst einnig í grænu laufgrænmeti. Sagt er frá þessu á vefsíðunni Heilsutorg. Vísindamennirnir sem leiddu rannsóknina komust að því að blóðþrýstingurinn hafði strax lækkað á innan við klukkustund eftir að rauðrófusafans var neytt. Rannsóknir Bart, London School of Medicine og Peninsula Medical School sýndu því fram á hagkvæma leið til þess að meðhöndla háþrýsting. Þegar hefur með margvíslegum hætti verið sýnt fram á verndandi eiginleika grænmetis sem inniheldur bæði mikið af vítamínum og flug andoxunarefni. Það tók aðeins innan við klukkustund að greina lækkaðan blóðþrýsting í rauðrófusafarannsókninni og blóðþrýstingurinn var jafnvel enn lægri eftir þrjár til fjórar klukkustundir og hélst lágur í 24 klukkustundir eftir neyslu hans. Þetta eru einkar góðar fréttir í ljósi þess að 25% mannkyns þjáist af háþrýstingi og gert er ráð fyrir að sú tala hækki í 29% árið 2025. Háþrýstingurinn veldur um það bil 50% kransæðasjúkdóma og um það bil 75% heilablóðfalla.Amrita Ahluwalia prófessor lét hafa þetta eftir sér: „Rannsóknirnar gefa til kynna að neysla rauðrófusafa eða annars nítratríks grænmetis gæti verið einföld leið til þess að öðlast heilbrigt hjarta- og æðakerfi." Annar prófessor, Graham McGregor hjá Bresku háþrýstingssamtökunum, lýsti rannsókninni sem „áhugaverðri". Hann sagði: „Þetta sýnir að rauðrófusafi færir blóðþrýsting á örskömmum tíma í eðlilegt horf." Hann sagði einnig að mataræði ríkt af grænmeti og ávöxtum hefði góð áhrif á háþrýsting: „Það sem við þurfum að skoða núna eru áhrif neyslu rauðrófusafa til lengri tíma."
Heilsa Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið