Bíó og sjónvarp

12 Years a Slave valin besta myndin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Golden Globe-verðlaunin voru afhent í Los Angeles í kvöld með pompi og prakt. Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta myndin en sigurvegari kvöldsins var kvikmyndin American Hustle sem fékk þrenn verðlaun.

Leonardo DiCaprio var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street og Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Gravity

Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan:

Besta leikkona í aukahlutverki í kvikmynd: Jennifer Lawrence, American Hustle

Besta leikkona í aukahlutverki í míníseríu eða sjónvarpsmynd: Jacqueline Bisset, Dancing on the Edge

Besta mínísería eða sjónvarpsmynd: Behind the Candelabra

Besta dramasería: Breaking Bad

Besti leikari í dramaseríu: Bryan Cranston, Breaking Bad

Besta tónlist í kvikmynd: Alex Ebert, All Is Lost





Besta frumsamda lag í kvikmynd: Ordinary Love, Mandela: Long Walk to Freedom

Besti leikari í aukahlutverki í sjónvarpsseríu, míníseríu eða sjónvarpsmynd: Jon Voight, Ray Donovan

Besta leikkona í gamanmynd eða söngleik: Amy Adams, American Hustle

Besta leikkona í dramaseríu: Robin Wright, House of Cards

Besti leikari í aukahlutverki í kvikmynd: Jared Leto, Dallas Buyers Club

Besta kvikmyndahandrit: Her

Besta erlenda kvikmynd: The Great Beauty

Besta teiknimynd: Frozen





Besta kvikmynd: 12 Years a Slave

Besta leikkona í kvikmynd: Cate Blanchett, Blue Jasmine

Besti leikari í kvikmynd: Matthew McConaughey, Dallas Buyers Club

Besta gamanmynd eða söngleikur: American Hustle

Besti leikari í gamanmynd eða söngleik: Leonardo DiCaprio, The Wolf of Wall Street





Besti leikstjóri: Alfonso Cuarón, Gravity

Besta gamansería eða söngleikur: Brooklyn Nine-Nine

Besta leikkona í gamanseríu eða söngleik: Amy Poehler, Parks and Recreation

Besti leikari í gamanseríu eða söngleik: Andy Samberg, Brooklyn Nine-Nine

Besta leikkona í míníseríu eða sjónvarpsmynd: Elisabeth Moss, Top of the Lake

Besti leikari í míníseríu eða sjónvarpsmynd: Michael Douglas, Behind the Candelabra










Fleiri fréttir

Sjá meira


×