Golden Globe-verðlaunin afhent í kvöld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2014 11:36 Það eru myndirnar 12 Years a Slave og American Hustle sem eru með flestar tilnefningar. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. Golden Globes Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti.
Golden Globes Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira