Golden Globe-verðlaunin afhent í kvöld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2014 11:36 Það eru myndirnar 12 Years a Slave og American Hustle sem eru með flestar tilnefningar. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. Golden Globes Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti.
Golden Globes Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira