Sannleikurinn: Brynjar Níelsson varpar enn einni sprengjunni Andri Þór Sturluson skrifar 11. janúar 2014 16:20 Brynjar nýbúinn að ýta á "send" á sinni nýjustu færslu. Brynjar Níelsson birti í morgun á Pressunni langa grein þar sem hann rökstyður þá skoðun sína að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Al Thani-málinu sé rangur. Þingmaðurinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem meira mega sín og má ekkert aumt sjá, hvort sem það er auðmaður, Þjóðkirkjan eða vændiskaupandi. Hann stekkur djarfur til varnar eins og jakkafataklæddur Gísli Súrsson, sveiflandi tortryggni í kringum sig eins og atgeir og varpar því fram að „ef Hæstiréttur túlki hlutdeildarákvæði hegningarlaga með sama hætti og héraðsdómur í Al Thani málinu telji hann fulla ástæðu fyrir löggjafan að taka það ákvæði til endurskoðunar“. Önnur leið fyrir Brynjar að segja það sama væri t.d að segjast vera ósammála héraðsdómi og ef Hæstiréttur dæmir eins, þá vill þingmaðurinn breyta lögunum þannig að þetta verði ekki lengur ólöglegt. Brynjar lýsir því að hann hafi lengi haft áhyggjur af því ástandi sem hér skapast strax á árinu 2009. Þá kom fram krafa frá fólki að stjórnendur bankanna sem réttlætt höfðu himinhá laun sín með því að þeir bæru ábyrgð á öllu heila klabbinu, tækju loksins raunverulega ábyrgð á þessu sama klabbi. Skiptir þá engu máli hvort þeir rústuðu fjármálakerfinu viljandi eða af gáleysi. Þá kröfu kallar Brynjar „Reiðiviðbrögð“ og segir þau skiljanleg, sennileg af því að venjulegt fólk er svo vitlaust og skilur ekki hvernig fjármálakerfi virkar. En reiðiviðbrögð eru náskyld öðru viðbragði, réttlætiskennd, sem kannski er framandi fyrir þingmann Sjálfstæðisflokksins sem unnið hefur fyrir sér sem málaliði í réttarsal þar sem rétt og rangt víkur fyrir því hver borgar og hvernig hægt sé að tryggja það að kúnninn fái eitthvað fyrir peningana sína.Brynjar hefur lengi þurft að þola það að vera klárastur hvar sem hann er staddur.Almenningur, hluthafar og fjárfestar voru plataðir í sýndarviðskiptafléttu og sumir töpuðu miklum fjármunum. Málið tafðist verulega því ákærðu höfðu efni á því að ráða sér lögfræðinga eins og Brynjar til að flækja og tefja málið og gekk það svo langt að tveir þeirra voru sektaðir sérstaklega fyrir að nota það sem taktík að segja sig frá málinu. Hvað varðar hlut Evu Joly, sem í greininni er titluð sem „útlendur pólitíkus“, þá er vert að minna á að hún er rannsóknardómari og evrópuþingmaður sem hefur sérhæft sig í baráttu gegn fjármálaspillingu. Og farsæl í starfi. Það er því ekki furða að verjendum bankamanna hér á landi stafi ógn af henni. Brynjar líkur grein sinni á orðunum: „Og ef einhverjir skyldu vera búnir að gleyma því þá er ég hættur að gæta hagsmuna sakaðra manna sérstaklega og gæti nú hagsmuna almennings sem þingmaður. Svo geta menn deilt um það hversu vel mér hefur tekist til í þeim störfum.“ Við getum orðað það svona. Ef Brynjar væri Súperman að gæta almennings þá værum við þó nokkuð margir skattgreiðendurnir sem vildum gjarnan greiða honum fyrir þá þjónustu í kryptoníti.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem brjálaðir vinstri menn pósta reglulega einhverri bölvaðri þvælu. Harmageddon Mest lesið Fór inn í bílskúr til þess að kasta upp Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Jón Jónsson segist stefna á Skandinavíu í boltanum og er hættur í tónlist Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon
Brynjar Níelsson birti í morgun á Pressunni langa grein þar sem hann rökstyður þá skoðun sína að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Al Thani-málinu sé rangur. Þingmaðurinn hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra sem meira mega sín og má ekkert aumt sjá, hvort sem það er auðmaður, Þjóðkirkjan eða vændiskaupandi. Hann stekkur djarfur til varnar eins og jakkafataklæddur Gísli Súrsson, sveiflandi tortryggni í kringum sig eins og atgeir og varpar því fram að „ef Hæstiréttur túlki hlutdeildarákvæði hegningarlaga með sama hætti og héraðsdómur í Al Thani málinu telji hann fulla ástæðu fyrir löggjafan að taka það ákvæði til endurskoðunar“. Önnur leið fyrir Brynjar að segja það sama væri t.d að segjast vera ósammála héraðsdómi og ef Hæstiréttur dæmir eins, þá vill þingmaðurinn breyta lögunum þannig að þetta verði ekki lengur ólöglegt. Brynjar lýsir því að hann hafi lengi haft áhyggjur af því ástandi sem hér skapast strax á árinu 2009. Þá kom fram krafa frá fólki að stjórnendur bankanna sem réttlætt höfðu himinhá laun sín með því að þeir bæru ábyrgð á öllu heila klabbinu, tækju loksins raunverulega ábyrgð á þessu sama klabbi. Skiptir þá engu máli hvort þeir rústuðu fjármálakerfinu viljandi eða af gáleysi. Þá kröfu kallar Brynjar „Reiðiviðbrögð“ og segir þau skiljanleg, sennileg af því að venjulegt fólk er svo vitlaust og skilur ekki hvernig fjármálakerfi virkar. En reiðiviðbrögð eru náskyld öðru viðbragði, réttlætiskennd, sem kannski er framandi fyrir þingmann Sjálfstæðisflokksins sem unnið hefur fyrir sér sem málaliði í réttarsal þar sem rétt og rangt víkur fyrir því hver borgar og hvernig hægt sé að tryggja það að kúnninn fái eitthvað fyrir peningana sína.Brynjar hefur lengi þurft að þola það að vera klárastur hvar sem hann er staddur.Almenningur, hluthafar og fjárfestar voru plataðir í sýndarviðskiptafléttu og sumir töpuðu miklum fjármunum. Málið tafðist verulega því ákærðu höfðu efni á því að ráða sér lögfræðinga eins og Brynjar til að flækja og tefja málið og gekk það svo langt að tveir þeirra voru sektaðir sérstaklega fyrir að nota það sem taktík að segja sig frá málinu. Hvað varðar hlut Evu Joly, sem í greininni er titluð sem „útlendur pólitíkus“, þá er vert að minna á að hún er rannsóknardómari og evrópuþingmaður sem hefur sérhæft sig í baráttu gegn fjármálaspillingu. Og farsæl í starfi. Það er því ekki furða að verjendum bankamanna hér á landi stafi ógn af henni. Brynjar líkur grein sinni á orðunum: „Og ef einhverjir skyldu vera búnir að gleyma því þá er ég hættur að gæta hagsmuna sakaðra manna sérstaklega og gæti nú hagsmuna almennings sem þingmaður. Svo geta menn deilt um það hversu vel mér hefur tekist til í þeim störfum.“ Við getum orðað það svona. Ef Brynjar væri Súperman að gæta almennings þá værum við þó nokkuð margir skattgreiðendurnir sem vildum gjarnan greiða honum fyrir þá þjónustu í kryptoníti.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem brjálaðir vinstri menn pósta reglulega einhverri bölvaðri þvælu.
Harmageddon Mest lesið Fór inn í bílskúr til þess að kasta upp Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Kallar stjórnmálamann helvítis kommúnista Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Jón Jónsson segist stefna á Skandinavíu í boltanum og er hættur í tónlist Harmageddon John Grant leikur lagið It´s Easier í betri stofu Harmageddon Harmageddon