Vantar fleiri kosti á hlutabréfamarkað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2014 11:15 Páll segir nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað. Mynd/Valli „Ég fagna því að það sé uppi gagnrýnin og heilbrigð umræða um verðlagningu á hlutabréfamarkaði og tel að það sé af hinu góða. Við höfum, án þess að ég sé að leggja nokkurt mat á hvort verðlagið sé of hátt eða of lágt, bent á ákveðnar hættur sem eignamörkuðum er skapað með gjaldeyrismörkuðum hér á landi,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið í dag. Tveir sérfræðingar sögðust í blaðinu í gær sjá merki um að eignabóla geti farið að myndast á hlutabréfamarkaði en heildarviðskipti með hlutabréf jukust um 162 milljarða milli ára. Páll segist ekki geta tjáð sig sérstaklega um verðmyndun á markaðnum en segir að vissu leyti óheppilegt hve smár hann er hérlendis. „Hér er fjármagn sem hefur ekki aðra kosti heldur en innlenda sem skapar auðvitað ákveðnar hættur. Það er fjármagn sem kemur til landsins en minna sem fer út sem skapar hættur á skekkingu í verðmyndun. Það sem að einhverju leyti hefur dregið úr þessari hættu er að erlent fjármagn hefur að frekar takmörkuðu leyti verið að leita inn á markaðinn sem skrifast á vantraust vegna gjaldeyrishaftanna. Það er auðvitað í sjálfu sér ekki af hinu góða,“ segir Páll. Hann segir að fyrir utan að losna við höftin sem fyrst sé nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað.Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar.„Við erum auðvitað mjög ánægð með þau félög sem hafa komið inn á markaðinn en vildum gjarnan fá líka þessi stærstu fyrirtæki sem enn eru fyrir utan markaðinn. Þá er helst litið til fjármálageirans, orkugeirans og svo auðvitað á sjárvarútveginn. Þannig vantar auðvitað stórar undirstöður í atvinnulífinu hér á landi inn á markaðinn,“ segir Páll sem vonast til að það rætist að einhverju leyti úr þessu eftir því sem líður á árið. „Þetta er augljóslega óheppilegt, þar sem þetta eru býsna stórir fjárfestingarkostir, bankarnir, helstu sjávarútvegsfyrirtækin og orkufyrirtækin, sem bæði fagfjárfestar, lífeyrissjóðir og almenningur hefði mikinn áhuga á. Margir hverjir í orkunni hafa töluvert erlent tekjustreymi,“ segir Páll sem telur að það sé eitthvað sem fjárfestar séu klárlega að leita eftir og væri gott fyrir markaðinn. „Þetta er mikilvægt frá þeim sjónarhóli að hlutabréfamarkaðurinn endurspegli hagkerfi okkar á hverjum tíma,“ segir Páll að lokum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Ég fagna því að það sé uppi gagnrýnin og heilbrigð umræða um verðlagningu á hlutabréfamarkaði og tel að það sé af hinu góða. Við höfum, án þess að ég sé að leggja nokkurt mat á hvort verðlagið sé of hátt eða of lágt, bent á ákveðnar hættur sem eignamörkuðum er skapað með gjaldeyrismörkuðum hér á landi,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, í samtali við Fréttablaðið í dag. Tveir sérfræðingar sögðust í blaðinu í gær sjá merki um að eignabóla geti farið að myndast á hlutabréfamarkaði en heildarviðskipti með hlutabréf jukust um 162 milljarða milli ára. Páll segist ekki geta tjáð sig sérstaklega um verðmyndun á markaðnum en segir að vissu leyti óheppilegt hve smár hann er hérlendis. „Hér er fjármagn sem hefur ekki aðra kosti heldur en innlenda sem skapar auðvitað ákveðnar hættur. Það er fjármagn sem kemur til landsins en minna sem fer út sem skapar hættur á skekkingu í verðmyndun. Það sem að einhverju leyti hefur dregið úr þessari hættu er að erlent fjármagn hefur að frekar takmörkuðu leyti verið að leita inn á markaðinn sem skrifast á vantraust vegna gjaldeyrishaftanna. Það er auðvitað í sjálfu sér ekki af hinu góða,“ segir Páll. Hann segir að fyrir utan að losna við höftin sem fyrst sé nauðsynlegt að fá fleiri kosti inn á íslenskan hlutabréfamarkað.Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar.„Við erum auðvitað mjög ánægð með þau félög sem hafa komið inn á markaðinn en vildum gjarnan fá líka þessi stærstu fyrirtæki sem enn eru fyrir utan markaðinn. Þá er helst litið til fjármálageirans, orkugeirans og svo auðvitað á sjárvarútveginn. Þannig vantar auðvitað stórar undirstöður í atvinnulífinu hér á landi inn á markaðinn,“ segir Páll sem vonast til að það rætist að einhverju leyti úr þessu eftir því sem líður á árið. „Þetta er augljóslega óheppilegt, þar sem þetta eru býsna stórir fjárfestingarkostir, bankarnir, helstu sjávarútvegsfyrirtækin og orkufyrirtækin, sem bæði fagfjárfestar, lífeyrissjóðir og almenningur hefði mikinn áhuga á. Margir hverjir í orkunni hafa töluvert erlent tekjustreymi,“ segir Páll sem telur að það sé eitthvað sem fjárfestar séu klárlega að leita eftir og væri gott fyrir markaðinn. „Þetta er mikilvægt frá þeim sjónarhóli að hlutabréfamarkaðurinn endurspegli hagkerfi okkar á hverjum tíma,“ segir Páll að lokum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira