Svipmynd Markaðarins: Tóku kaffið með sér frá Gautaborg Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 08:32 Sigmundur og Berglind létu drauminn um að stofna fyrirtækið rætast í upphafi ársins 1984. Vísir/Daníel Hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir hafa rekið fyrirtækið Te og Kaffi frá árinu 1984. Þau opnuðu fyrstu verslunina í apríl það ár og nú þremur áratugum síðar hafa þau opnað sitt tíunda kaffihús. „Áhuginn kviknaði þegar við versluðum í litlum te- og kaffibúðum í Gautaborg þar sem við bjuggum í kringum 1980. Þegar við komum heim þá var sú kaffimenning sem við kynntumst í Svíþjóð ekki til staðar hér á landi og við ákváðum því að opna verslun á Barónsstíg 18. Tveimur árum síðar opnuðum við síðan okkar fyrsta kaffihús,“ segir Sigmundur, spurður um hvernig það kom til að hann og Berglind ákváðu að hefja innflutning á kaffi. Fyrirtæki þeirra er nú með um 130 starfsmenn í vinnu og þau kaupa kaffi frá hátt í þrjátíu löndum í þremur heimsálfum. Höfuðstöðvar Tes og Kaffis eru í Hafnarfirði þar sem hjónin hófu undirbúning að kaffiframleiðslu árið 1987. „Við sóttumst strax eftir sérstökum tegundum af kaffi því hver tegund hefur sitt einkenni eftir því hvar hún vex í heiminum. Og við ristum og blöndum saman ákveðnum tegundum og þannig byggjum við upp kaffiblöndur út frá náttúrulegum sérkennum hverrar tegundar. Við vorum því töluvert á undan þessari kaffibyltingu og þegar við byrjuðum 1984 var ekki kaffihús á hverju horni eins og er í dag og espresso-vélar á hverju strái. En í dag fer maður ekki inn á veitingahús eða kaffihús þar sem ekki finnst espresso-vél.“ Sigmundur og Berglind ferðast og ganga mikið í frístundum sínum. „Við höfum einnig gaman af útivist og eldamennsku og við í fjölskyldunni förum mikið í Borgarfjörðinn þar sem við eigum sumarbústað.“Guðmundur HalldórssonGuðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi„Ég þykist vita að þegar fyrirtækið var stofnað var engin skotheld viðskiptaáætlun eða Excel-útreikningar sem lágu þar til grundvallar. Þau Berglind og Sigmundur hafa farið öll þessi ár á tilfinningunum og ástríða og umhyggja hafa stýrt þeirra verkum og það sýnir sig í öllu starfi fyrirtækisins. Þau eru stundum skemmtilega ósammála og algjörlega á öndverðum meiði, til dæmis varðandi ýmsa þætti sem tengjast rekstrinum, og þá er hægt að taka rökræður við þau um alla skapaði hluti, daginn út og inn, án þess að það lendi nokkurn tímann í einhverjum leiðindum. Menn komast alltaf að niðurstöðu sem allir geta verið sáttir um.“Guðrún Birna EiríksdóttirGuðrún Birna Eiríksdóttir, vinkona„Ég var fyrsti starfsmaðurinn hjá Berglindi og Simma, sumarið 1984, þegar þau opnuðu á Barónsstígnum. Í þessari litlu búð var loksins hægt að fá gott kaffi og te á Íslandi. Þau hafa kennt Íslendingum að þekkja muninn á góðu kaffi og vondu. Þeim finnst svo gaman í vinnunni að þó ég reyni að segja þeim að leika sér fyrir gróðann þá setja þau hann beint í fyrirtækið og halda áfram að byggja upp. Þau eru af gamla skólanum, dugleg og heiðarleg í viðskiptum.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir hafa rekið fyrirtækið Te og Kaffi frá árinu 1984. Þau opnuðu fyrstu verslunina í apríl það ár og nú þremur áratugum síðar hafa þau opnað sitt tíunda kaffihús. „Áhuginn kviknaði þegar við versluðum í litlum te- og kaffibúðum í Gautaborg þar sem við bjuggum í kringum 1980. Þegar við komum heim þá var sú kaffimenning sem við kynntumst í Svíþjóð ekki til staðar hér á landi og við ákváðum því að opna verslun á Barónsstíg 18. Tveimur árum síðar opnuðum við síðan okkar fyrsta kaffihús,“ segir Sigmundur, spurður um hvernig það kom til að hann og Berglind ákváðu að hefja innflutning á kaffi. Fyrirtæki þeirra er nú með um 130 starfsmenn í vinnu og þau kaupa kaffi frá hátt í þrjátíu löndum í þremur heimsálfum. Höfuðstöðvar Tes og Kaffis eru í Hafnarfirði þar sem hjónin hófu undirbúning að kaffiframleiðslu árið 1987. „Við sóttumst strax eftir sérstökum tegundum af kaffi því hver tegund hefur sitt einkenni eftir því hvar hún vex í heiminum. Og við ristum og blöndum saman ákveðnum tegundum og þannig byggjum við upp kaffiblöndur út frá náttúrulegum sérkennum hverrar tegundar. Við vorum því töluvert á undan þessari kaffibyltingu og þegar við byrjuðum 1984 var ekki kaffihús á hverju horni eins og er í dag og espresso-vélar á hverju strái. En í dag fer maður ekki inn á veitingahús eða kaffihús þar sem ekki finnst espresso-vél.“ Sigmundur og Berglind ferðast og ganga mikið í frístundum sínum. „Við höfum einnig gaman af útivist og eldamennsku og við í fjölskyldunni förum mikið í Borgarfjörðinn þar sem við eigum sumarbústað.“Guðmundur HalldórssonGuðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi„Ég þykist vita að þegar fyrirtækið var stofnað var engin skotheld viðskiptaáætlun eða Excel-útreikningar sem lágu þar til grundvallar. Þau Berglind og Sigmundur hafa farið öll þessi ár á tilfinningunum og ástríða og umhyggja hafa stýrt þeirra verkum og það sýnir sig í öllu starfi fyrirtækisins. Þau eru stundum skemmtilega ósammála og algjörlega á öndverðum meiði, til dæmis varðandi ýmsa þætti sem tengjast rekstrinum, og þá er hægt að taka rökræður við þau um alla skapaði hluti, daginn út og inn, án þess að það lendi nokkurn tímann í einhverjum leiðindum. Menn komast alltaf að niðurstöðu sem allir geta verið sáttir um.“Guðrún Birna EiríksdóttirGuðrún Birna Eiríksdóttir, vinkona„Ég var fyrsti starfsmaðurinn hjá Berglindi og Simma, sumarið 1984, þegar þau opnuðu á Barónsstígnum. Í þessari litlu búð var loksins hægt að fá gott kaffi og te á Íslandi. Þau hafa kennt Íslendingum að þekkja muninn á góðu kaffi og vondu. Þeim finnst svo gaman í vinnunni að þó ég reyni að segja þeim að leika sér fyrir gróðann þá setja þau hann beint í fyrirtækið og halda áfram að byggja upp. Þau eru af gamla skólanum, dugleg og heiðarleg í viðskiptum.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira