Er Tiger of mikið í ræktinni? Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. janúar 2014 19:22 Tiger Woods er í frábæru formi. Vísir/AP Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance Open mótinu um helgina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 79 höggum.Hank Haney þjálfaði Woods um nokkurra ára skeið en samstarfi þeirra lauk síðla árs 2009. „Að mínu mati þá er hann of mikið í ræktinni. Það er ekki spurning að kylfingar þurfa að vera í formi til að komast hjá meiðslum en að mínu mati þá hefur hann gengið of langt,“ sagði Haney í útvarpsþætti í gær. „Það hafa margir bent á það að hann sé enn massaðri í ár en áður. Þegar hann var grennri og yngri þá sló hann hraðar. Styrkur hjálpar þér kannski í karganum en ég tel hann ganga of langt. Tiger elskar að lyfta lóðum.“ Hvað sem því líður þá verður Woods næst með í Dubai Desert Classic mótinu sem hefst á fimmtudag. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance Open mótinu um helgina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 79 höggum.Hank Haney þjálfaði Woods um nokkurra ára skeið en samstarfi þeirra lauk síðla árs 2009. „Að mínu mati þá er hann of mikið í ræktinni. Það er ekki spurning að kylfingar þurfa að vera í formi til að komast hjá meiðslum en að mínu mati þá hefur hann gengið of langt,“ sagði Haney í útvarpsþætti í gær. „Það hafa margir bent á það að hann sé enn massaðri í ár en áður. Þegar hann var grennri og yngri þá sló hann hraðar. Styrkur hjálpar þér kannski í karganum en ég tel hann ganga of langt. Tiger elskar að lyfta lóðum.“ Hvað sem því líður þá verður Woods næst með í Dubai Desert Classic mótinu sem hefst á fimmtudag. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira