Tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2014 11:52 Scott Stallings með sigurlaunin sín. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings bar sigur úr býtum á Farmers Insurance-mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina en það fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego. Stallings var þremur höggum á eftir fremsta manni fyrir síðasta keppnisdaginn en spilaði á 68 höggum í gær sem dugði til sigurs. Lokahringurinn var æsispennandi og alls tíu kylfingar skiptust á að vera í forystu á meðan keppninni stóð. Stallings reyndist sterkastur á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að fá fugl á átjándu holu.Tiger Woods blandaði sér ekki í þessa baráttu enda komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn, er hann spilaði á 79 höggum. Þá þurfti Phil Mickelson að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla. Woods var ríkjandi meistari á þessu móti en hann hefur unnið það alls átta sinnum á ferlinum - fyrst árið 1999. Post by Golfstöðin. Golf Tengdar fréttir Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30 Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings bar sigur úr býtum á Farmers Insurance-mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina en það fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego. Stallings var þremur höggum á eftir fremsta manni fyrir síðasta keppnisdaginn en spilaði á 68 höggum í gær sem dugði til sigurs. Lokahringurinn var æsispennandi og alls tíu kylfingar skiptust á að vera í forystu á meðan keppninni stóð. Stallings reyndist sterkastur á lokasprettinum og tryggði sér sigur með því að fá fugl á átjándu holu.Tiger Woods blandaði sér ekki í þessa baráttu enda komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn, er hann spilaði á 79 höggum. Þá þurfti Phil Mickelson að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla. Woods var ríkjandi meistari á þessu móti en hann hefur unnið það alls átta sinnum á ferlinum - fyrst árið 1999. Post by Golfstöðin.
Golf Tengdar fréttir Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30 Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. 24. janúar 2014 08:30
Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 26. janúar 2014 22:37