Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum tóninn Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. janúar 2014 19:25 Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna aðvörun. Fari þeir í áróðursstríð þá eigi þeir ekki von á góðu. Störukeppni er á milli stjórnvalda og kröfuhafa. Ráðherra kallar eftir lagasetningu um starfsemi hagsmunagæsluaðila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann meðal annars frétt sem birtist nýverið á fréttaveitu Reuters. Í greininni kemur fram Ísland sé orðið að eftirbát annarra ríkja sem fóru illa út úr kreppunni. Á meðan fjármagn streymir á ný inn í ríki líkt og Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland, sitji Íslendingar eftir. Þar sé um að kenna harðri afstöðu stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna. Sigmundur segir þetta alrangt og að augljóst sé kröfuhafar séu komnir í áróðursherferð. „Þarna eru kröfuhafarnir að færa sig upp á skaftið í því áróðursstríði sem ég hef búist við alllengi. Ég held að það sé það sem við megum eiga von á í auknum mæli, að þeir beiti slíkum aðferðum,“ segir Sigmundur Davíð.Vill setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila Forsætisráðherra telur að íhuga þurfi alvarlega að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila. „Þetta er kannski enn ein áminningin um mikilvægi þess að við Íslendingar förum að huga að því að setja lög um ,lobbyisma' eða um áróður, ekki síst erlendra hagsmunaaðila, eins og svo mörg lönd hafa í sínu lagasafni.“„Áróðursstríð mun ekki reynast þeim vel“ Líkja má stöðunni sem nú er uppi við störukeppni. Ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli. Sigmundur Davíð kallar eftir sanngjörnu tilboði frá erlendum kröfuhöfum. „Við höfum sýnt kröfuhöfum þolinmæði og komið vel fram við þá miðað við aðstæður. Ef þeir ætla núna, í stað þess að leggja fram eðlilegt tilboð eða niðurstöðu, að fara í áróðursstríð, þá mun að það ekki reynast þeim vel.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Forsætisráðherra sendir kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna aðvörun. Fari þeir í áróðursstríð þá eigi þeir ekki von á góðu. Störukeppni er á milli stjórnvalda og kröfuhafa. Ráðherra kallar eftir lagasetningu um starfsemi hagsmunagæsluaðila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann meðal annars frétt sem birtist nýverið á fréttaveitu Reuters. Í greininni kemur fram Ísland sé orðið að eftirbát annarra ríkja sem fóru illa út úr kreppunni. Á meðan fjármagn streymir á ný inn í ríki líkt og Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland, sitji Íslendingar eftir. Þar sé um að kenna harðri afstöðu stjórnvalda gagnvart kröfuhöfum gömlu íslensku bankanna. Sigmundur segir þetta alrangt og að augljóst sé kröfuhafar séu komnir í áróðursherferð. „Þarna eru kröfuhafarnir að færa sig upp á skaftið í því áróðursstríði sem ég hef búist við alllengi. Ég held að það sé það sem við megum eiga von á í auknum mæli, að þeir beiti slíkum aðferðum,“ segir Sigmundur Davíð.Vill setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila Forsætisráðherra telur að íhuga þurfi alvarlega að setja lög um starfsemi hagsmunagæsluaðila. „Þetta er kannski enn ein áminningin um mikilvægi þess að við Íslendingar förum að huga að því að setja lög um ,lobbyisma' eða um áróður, ekki síst erlendra hagsmunaaðila, eins og svo mörg lönd hafa í sínu lagasafni.“„Áróðursstríð mun ekki reynast þeim vel“ Líkja má stöðunni sem nú er uppi við störukeppni. Ekkert virðist benda til þess að lausn sé í sjónmáli. Sigmundur Davíð kallar eftir sanngjörnu tilboði frá erlendum kröfuhöfum. „Við höfum sýnt kröfuhöfum þolinmæði og komið vel fram við þá miðað við aðstæður. Ef þeir ætla núna, í stað þess að leggja fram eðlilegt tilboð eða niðurstöðu, að fara í áróðursstríð, þá mun að það ekki reynast þeim vel.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira