Menning

Röddin eftir Arnald á lista Guardian

Ugla Egilsdóttir skrifar
Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason.
Röddin eftir Arnald Indriðason lenti á lista The Guardian yfir tíu bestu þýddu glæpasögurnar utan Skandinavíu. Í greininni segir að skandinavískar glæpasögur tröllríði svo markaðnum að auðvelt sé að líta framhjá glæpasögum sem koma frá öðrum löndum. Bók Arnaldar skipar áttunda sæti listans.  Greinarhöfundurinn Ann Cleeves tekur fram í greininni að hún sé ekki að svindla með því að hafa Arnald á listanum, því að Ísland sé ekki í Skandinavíu þótt það sé eitt af Norðurlöndunum.

Efst á listanum var The Hanged Man of Saint-Pholien eftir Georges Simenon. Listann má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×