Dregið um leyfi í Elliðaánum á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 22. janúar 2014 14:31 Á myndinni má sjá hvaða vikur félagsmenn SVFR sóttu helst um, fyrir og eftir hádegi og stangarframboð. Þrátt fyrir að félagsmenn- og konur innan SVFR veiði mikið og víða á þeim svæðum sem félagið býður uppá er alltaf mesta spennan fyrir hálfum degi í Elliðaánum. Af hverju skyldi það vera? SVFR var stofnað á sínum tíma vegna leigu á Elliðaánum og síðan þá hefur áin verið hornsteinn félagsins. Þarna hafa margir félagsmenn fengið sína fyrstu laxa og þeir sem hafa verið lengi í veiðinni eru farnir að fara með börn eða barnabörn í ánna til að kenna þeim tökin á fyrsta laxinum. Áin hefur marga fjölbreytta veiðistaði þar sem nálgast þarf laxinn á mismunandi hátt og hún hefur þess vegna kennt mörgum hvernig á t.d. að nálgast veiðistaði. Það eru líklega jafn margar ástæður og sögur um ásóknina í Elliðaárnar eins og umsóknirnar eru margar. Á morgun verður dregið um leyfin og SVFR sendi frá sér þessa tilkynningu vegna þessa og birtist hér með leyfi. "Það stendur mikið til hjá SVFR á fimmtudaginn en þá verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum sumarið 2014. Drátturinn fer fram á bökkum ánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega kl. 17:30. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram. Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir eru hátt í eitt þúsund. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverjir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins." Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði
Þrátt fyrir að félagsmenn- og konur innan SVFR veiði mikið og víða á þeim svæðum sem félagið býður uppá er alltaf mesta spennan fyrir hálfum degi í Elliðaánum. Af hverju skyldi það vera? SVFR var stofnað á sínum tíma vegna leigu á Elliðaánum og síðan þá hefur áin verið hornsteinn félagsins. Þarna hafa margir félagsmenn fengið sína fyrstu laxa og þeir sem hafa verið lengi í veiðinni eru farnir að fara með börn eða barnabörn í ánna til að kenna þeim tökin á fyrsta laxinum. Áin hefur marga fjölbreytta veiðistaði þar sem nálgast þarf laxinn á mismunandi hátt og hún hefur þess vegna kennt mörgum hvernig á t.d. að nálgast veiðistaði. Það eru líklega jafn margar ástæður og sögur um ásóknina í Elliðaárnar eins og umsóknirnar eru margar. Á morgun verður dregið um leyfin og SVFR sendi frá sér þessa tilkynningu vegna þessa og birtist hér með leyfi. "Það stendur mikið til hjá SVFR á fimmtudaginn en þá verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum sumarið 2014. Drátturinn fer fram á bökkum ánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega kl. 17:30. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram. Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir eru hátt í eitt þúsund. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverjir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins."
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Talið niður í fyrsta veiðidag 2018 Veiði