Ríkið mun þurfa að leggja til sífellt meiri fjármuni í LÍN Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2014 15:24 Niðurstöður skýrslu um fjárhagslega áhættu í rekstri LÍN. vísir/ÚR SAFNI Lánasjóður íslenska námsmanna hefur sent fréttatilkynningu þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu um fjárhagslega áhættu í rekstri LÍN. Þar kemur fram að opinber stuðningur við námsmenn vaxi í hlutfalli við námstíma og upphæð námslána. Fram kemur að námstími sé að lengjast og fjárhæð lána námsmanna að hækka. Því hærri sem námslánin eru því minni líkur séu á fullri endurheimtu. Í skýrslunni kemur fram að afskriftir námslána og vaxtaafsláttur fela í sér verulegan opinberan stuðning við námsmenn. Þessi stuðningur er um 37% fyrir heildarlánasafn sjóðsins en fer hækkandi og var um 47% af útlánum ársins 2012. Miðað við óbreytta þróun mun ríkið þurfa að leggja LÍN til sífellt meiri fjármuni. Þessar tölur koma fram í skýrslu um fjárhagslegar áhættur í rekstri LÍN sem Summa Ráðgjöf slf. vann fyrir LÍN á grunni upplýsinga úr reiknilíkani Ríkisendurskoðunar um framlagsþörf LÍN.Nafnvirði útlána 185 milljarðar Í lok ársins 2012 var nafnvirði útlána LÍN 185 milljarðar króna og höfðu útlán LÍN vaxið um nærri 60% frá árinu 2008. Núvirði lánanna er nokkuð lægra en nafnvirði þeirra eða um 116 milljarðar króna, sem nemur 63% nafnvirðisins, sem sýnir innbyggðan opinberan stuðning við námsmenn miðað við fyrirkomulag námslána. Samkvæmt skýrslunni aukast afföll námslána í réttu hlutfalli við upphæð lánanna og lengd endurgreiðslutímans. Þannig er t.d. áætlað að tæplega helmings eftirgjöf felist í námsláni á bilinu 7,5-10 milljónir króna. Heildarlán námsmanna sem skulda undir 5 milljónum króna hafa lítið breyst síðustu fimm ár. Hins vegar hefur mikil aukning orðið í lánum yfir 7,5 milljónir. Ef horft er til lána yfir 7,5 milljónir þar sem endurgreiðslur eru ekki hafnar þá hefur fjárhæð þeirra fimmfaldast á síðustu fimm árum, það er úr 5 milljörðum í 26 milljarða. Heildarfjárhæð námslána yfir 7,5 milljónir er um 63 milljarðar. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Lánasjóður íslenska námsmanna hefur sent fréttatilkynningu þar sem farið er yfir niðurstöður skýrslu um fjárhagslega áhættu í rekstri LÍN. Þar kemur fram að opinber stuðningur við námsmenn vaxi í hlutfalli við námstíma og upphæð námslána. Fram kemur að námstími sé að lengjast og fjárhæð lána námsmanna að hækka. Því hærri sem námslánin eru því minni líkur séu á fullri endurheimtu. Í skýrslunni kemur fram að afskriftir námslána og vaxtaafsláttur fela í sér verulegan opinberan stuðning við námsmenn. Þessi stuðningur er um 37% fyrir heildarlánasafn sjóðsins en fer hækkandi og var um 47% af útlánum ársins 2012. Miðað við óbreytta þróun mun ríkið þurfa að leggja LÍN til sífellt meiri fjármuni. Þessar tölur koma fram í skýrslu um fjárhagslegar áhættur í rekstri LÍN sem Summa Ráðgjöf slf. vann fyrir LÍN á grunni upplýsinga úr reiknilíkani Ríkisendurskoðunar um framlagsþörf LÍN.Nafnvirði útlána 185 milljarðar Í lok ársins 2012 var nafnvirði útlána LÍN 185 milljarðar króna og höfðu útlán LÍN vaxið um nærri 60% frá árinu 2008. Núvirði lánanna er nokkuð lægra en nafnvirði þeirra eða um 116 milljarðar króna, sem nemur 63% nafnvirðisins, sem sýnir innbyggðan opinberan stuðning við námsmenn miðað við fyrirkomulag námslána. Samkvæmt skýrslunni aukast afföll námslána í réttu hlutfalli við upphæð lánanna og lengd endurgreiðslutímans. Þannig er t.d. áætlað að tæplega helmings eftirgjöf felist í námsláni á bilinu 7,5-10 milljónir króna. Heildarlán námsmanna sem skulda undir 5 milljónum króna hafa lítið breyst síðustu fimm ár. Hins vegar hefur mikil aukning orðið í lánum yfir 7,5 milljónir. Ef horft er til lána yfir 7,5 milljónir þar sem endurgreiðslur eru ekki hafnar þá hefur fjárhæð þeirra fimmfaldast á síðustu fimm árum, það er úr 5 milljörðum í 26 milljarða. Heildarfjárhæð námslána yfir 7,5 milljónir er um 63 milljarðar.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira