S&P gefur Landsbankanum einkunnina BB+ Haraldur Guðmundsson skrifar 20. janúar 2014 17:29 S&P telur Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu. Vísir/GVA Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram fréttatilkynningu bankans þar sem vísað er í mat S&P sem birt var í dag. Þar kemur fram að S&P telji Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. „Mat S&P á stöðugum horfum Landsbankans endurspeglar þær væntingar fyrirtækisins að eiginfjárgrunnur Landsbankans muni halda áfram að styrkjast og að bankinn muni endurskipuleggja skuldabréfin sem gefin voru út til LBI og eru á gjalddaga 2014-2018 S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána. Þrátt fyrir smæð Landsbankans í alþjóðlegum samanburði, býr hann að frekar breiðum tekjugrunni, sterkri eiginfjárstöðu og góðri afkomu, samkvæmt mati S&P,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Þar segir einnig að útreikningur S&P á hlutfalli leiðrétts eigin fjár Landsbankans á móti leiðréttum eignum hafi verið yfir tuttugu prósentum í septembermánuði 2013. Það hlutfall er að sögn bankans eitt það hæsta meðal þeirra alþjóðlegu viðskiptabanka sem S&P metur. „Þetta mat Standard & Poor‘s er ánægjulegt og á þeim nótum sem við ætluðum, m.a. í ljósi lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs Sterk staða Landsbankans kemur skýrt fram í mörgum þeim þáttum sem metnir eru, sérstaklega er ánægjulegt að sjá mat á rekstri, áhættu og fjárhagsstöðu sem eru þeir þættir sem lögð hefur verið mikil áhersla á að bæta. Landsbankinn sóttist eftir lánshæfiseinkun til að auðvelda sér aðgengi að erlendum lánamörkuðum í framtíðinni. Þessi góða niðurstaða ætti að auka traust á bankanum og um leið er hún ein af mörgum vörðum á leið landsins að afnámi fjármagnshaftanna sem ekki síður er mikilvægt,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans í tilkynningunni. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram fréttatilkynningu bankans þar sem vísað er í mat S&P sem birt var í dag. Þar kemur fram að S&P telji Landsbankann búa að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. „Mat S&P á stöðugum horfum Landsbankans endurspeglar þær væntingar fyrirtækisins að eiginfjárgrunnur Landsbankans muni halda áfram að styrkjast og að bankinn muni endurskipuleggja skuldabréfin sem gefin voru út til LBI og eru á gjalddaga 2014-2018 S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána. Þrátt fyrir smæð Landsbankans í alþjóðlegum samanburði, býr hann að frekar breiðum tekjugrunni, sterkri eiginfjárstöðu og góðri afkomu, samkvæmt mati S&P,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Þar segir einnig að útreikningur S&P á hlutfalli leiðrétts eigin fjár Landsbankans á móti leiðréttum eignum hafi verið yfir tuttugu prósentum í septembermánuði 2013. Það hlutfall er að sögn bankans eitt það hæsta meðal þeirra alþjóðlegu viðskiptabanka sem S&P metur. „Þetta mat Standard & Poor‘s er ánægjulegt og á þeim nótum sem við ætluðum, m.a. í ljósi lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs Sterk staða Landsbankans kemur skýrt fram í mörgum þeim þáttum sem metnir eru, sérstaklega er ánægjulegt að sjá mat á rekstri, áhættu og fjárhagsstöðu sem eru þeir þættir sem lögð hefur verið mikil áhersla á að bæta. Landsbankinn sóttist eftir lánshæfiseinkun til að auðvelda sér aðgengi að erlendum lánamörkuðum í framtíðinni. Þessi góða niðurstaða ætti að auka traust á bankanum og um leið er hún ein af mörgum vörðum á leið landsins að afnámi fjármagnshaftanna sem ekki síður er mikilvægt,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans í tilkynningunni.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira