Menning

Gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur.

Vísir/
Á sunnudag er boðin ókeypis barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands.

Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á leiðsögn klukkan 14 og aftur klukkan 15. Safnkennarar munu ganga með börnunum gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, „Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár“.

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1.000 ára gömul sverð, gamaldags leikföng og dularfullur álfapottur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×