Eiturefnasúpa án innihaldslýsingar Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2014 11:27 Tugir grindhvala syntu á land á Rifi á Snæfellsnesi í haust. Fjölmargir nýttu tækifærið og náðu sér í bita en Matvælastofnun og landlæknir vöruðu fólk við að leggja sér kjötið til munns. Kjöt grindhvala inniheldur mikið magn kvikasilfurs og mjög mikið af díoxíni, PCB-efnum og öðrum þrávirkum lífrænum efnum. Meira að segja Færeyingar hafa varað við neyslu kjöts og spiks frá árinu 2008 vegna þessa. mynd/þröstur albertsson „Já, ég held að það sé alveg rétt að Íslendingar eru líklega svipaðir Norðmönnum hvað þessi mengunarefni snertir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, verkefnisstjóri á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, spurð hvort nokkur ástæða sé til að halda að niðurstöður rannsókna um magn mengunarefna í Norðmönnum eigi ekki við á Íslandi. Vísindamenn við Norsku loftrannsóknastofnunina (NILU) og Tromsö-háskóla (UiT) telja að hvergi á byggðu bóli finnist fleiri mengandi efni í mönnum en í Noregi, og geta verið á milli 200 til 400 talsins. Greint var frá rannsóknum þeirra í dagblaðinu Nordlys í Tromsö, en þar í bæ var haldin norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers í síðustu viku þar sem heilbrigðismál komu mikið við sögu.Eitur Rannsóknin spannar best þekktu eiturefnin; þrávirk lífræn efni eins og ýmis skordýraeitur og önnur varnarefni (DDT) og PCB-efni, mörg hver löngu bönnuð og komin úr notkun. Enn meiri athygli fá lífræn flúorefni (PFC) sem einnig skipta hundruðum og eru mikið notuð í iðnaði og á heimilum fólks. Allt eru þetta efni sem hvorki brotna niður í umhverfinu né skiljast út úr lífverum og safnast því upp í líkama fólks. Mörg þessara efna eru talin geta truflað hormónakerfi mannsins, ónæmiskerfið og taugaþroska fóstra í móðurkviði. Þau hafa líka verið tengd ýmsum lífstílssjúkdómum, eins og offitu og sykursýki, auknum sýkingum og ofnæmi. Enn er lítið af þessu þó annað en vísbendingar hvað manninn snertir, segir Kristín.Efnasúpa Á Íslandi hefur verið fylgst með þrávirkum lífrænum efnum í mönnum í nokkurn tíma. Kristín segir að á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ séu magngreind um 30 til 40 efni í blóði. „En við sjáum miklu fleiri. Mörg efni ráðum við hins vegar ekki við að greina,“ segir Kristín en bætir við að von sé á nýju greiningartæki í vor sem muni gefa miklu meiri möguleika. „Hvort efnunum hafi fjölgað frá 1995, þegar ég fyrst greindi efnin, get ég ekki sagt til um, en magn sumra hefur klárlega minnkað, enda hefur notkun margra verið bönnuð í langan tíma og styrkur þeirra í náttúrunni er því hægt á undanhaldi,“ segir Kristín. Eins og áður sagði eru mörg þessara efna talin geta truflað hormónakerfi mannsins, ónæmiskerfið og taugaþroska fóstra, og tengd ýmsum lífstílssjúkdómum. Kristín segir að flestar rannsóknir hafi aðeins snúist um áhrif eins mengunarefnis í senn, en hún tekur undir orð norsku vísindamannanna sem benda á að menn eru að gera sér ljóst að líklega eru það frekar samanlögð áhrif efnasúpunnar sem þarf að skoða, en það er flókið í framkvæmd.Fjársvelti Kristín hefur lengi tekið þátt í starfi AMAP-Human Health hópsins [einn af sex undirhópum Norðurskautsráðsins], en rannsóknir NILU og UiT tengjast að miklu leyti því samstarfi, auk annarra sértækari rannsókna í Norður-Noregi. Upphaflega var AMAP-samstarfið í umboði umhverfisráðuneytisins, en frá árinu 2008 hefur Kristín aðeins einu sinni getað sótt fundi hópsins á vegum hins opinbera. Hún hefur því sótt fundina á eigin vegum eða með stuðningi annarra norðurslóðaríkja sem koma að samstarfinu. „Kanadamenn, Danir með grænlensk sýni, Færeyingar og Norðmenn hafa hins vegar verið mjög öflugir í þessu samstarfi og lagt mikinn pening í það. Líklega hefur hver einasti Færeyingur lagt til blóð, jafnvel oftar en einu sinni í þessar rannsóknir,“ segir Kristín.665 færeysk börn Birting greinar í tímariti Bandarísku læknasamtakanna (JAMA) í ársbyrjun 2012 vakti töluverða athygli hér á landi en þar var sýnt fram á fylgni á milli PFC-efna í blóði færeyskra verðandi mæðra og svörunar barna þeirra síðar við ungbarnabólusetningum. Hjá um 40% verðandi mæðra og nýfæddra barna þeirra komu fram há gildi PFC-efna, og var síðar mælt með að börn þeirra mæðra með hæstu gildin fengju auka bólusetningu þar sem þau svöruðu verr hefðbundnum fjölda bólusetninga með eðlilegri mótefnasvörun (eitt af hverjum tíu þeirra 665 barna sem rannsóknin náði til).Vilhjálmur Ari Arason.Rannsóknin hefði kannski ekki vakið mikla athygli ef ekki hefði verið fyrir skrif Vilhjálms Ara Arasonar heimilislæknis. Málið er alvarlegt að mati Vilhjálms og ógn við lýðheilsu Íslendinga í framtíðinni. Hann skoraði á heilbrigðisyfirvöld að vera á varðbergi og fjölmiðla að kynna málið betur fyrir almenningi. „Full ástæða er að vera vel meðvitaður um hugsanlega hættu af PFC-mengun sem og annarra spilliefna í okkar nærumhverfi, ekki síst vegna daglegra neysluvenja okkar. Viðkvæmust eru áhrif á frjósemina og þroska fósturs, sem og áhrif á ungbörn sem eru að vaxa. Megintilgangur rannsóknarinnar í JAMA var einmitt að benda á þessa hættu og vekja umræðu. Allra síst ættu verðandi mæður að borða hvalkjöt á meðgöngunni (sérstaklega grindhveli) og mikið feitan fisk. Vonandi verða gerðar fleiri rannsóknir til að sanna betur þessi hættulegu tengsl við PFC, sem og tengsl við önnur þrávirk lífræn efni og þungmálma (t.d. kvikasilfur), sem safnast fyrir í náttúrunni, mest efst í fæðukeðjunni,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir jafnframt í skrifum sínum að ósýnileg lífræn mengun tengist því miður oft hreinustu ímynd okkar af daglegum neysluvenjum. Hlutum sem við erum í mikilli snertingu við alla daga, t.d. með ýmsum hreinlætisvörum, blautklútum og snyrtivörum, sem og úr neytendapakkningum og plastvörum sem við viljum hafa sem mýkstar og meðfærilegastar. Þetta á ekki síst við um nærumhverfi barna, ungbarnavörur hverskonar, leikföng og jafnvel fatnað. Mikil vitundarvakning hefur engu að síður orðið síðastliðin ár um óhollustu þessara efna í okkar umhverfi og sem við áður töldum svo örugg.Iðnaðurinn langt á undan Fyrir hálfri öld fundust aðeins fimm til sex spilliefni af þessum toga í mönnum. Hröð þróun í iðnaði og framleiðsla mörg hundruð ólíkra lífrænna flúorefna (PFC) síðustu 50 árin hefur hins vegar gjörbylt þessari mynd. Í viðtali norska dagblaðsins Nordlys við Eldbjörgu Heimstad, verkefnisstjóra hjá NILU, segir hún að iðnaðurinn sé langt á undan vísindamönnum og eftirlitsaðilar hafi ekki nokkur tök á því að fylgja hraðri þróun eftir. Þetta á ekki síst við um eftirlit með efnainnihaldi varnings sem kemur frá Asíu. Eins segja vísindamennirnir að með ríkidæmi fylgi flóð neytendavöru hvers konar, þar sem eiturefnin leynast. Því ættu fyrirtæki að bera ríkari ábyrgð á því að tilgreina hvað vörur þeirra innihalda, en Evrópusambandið hefur reynt að taka á þessu í sérstakri löggjöf (REACH). Allir þurfa því að vera meðvitaðir um uppruna og efnasamsetningu þeirrar vöru sem þeir nota, og uppruna matarins sem þeir neyta. „Ef ekki fyrir okkur sjálf, þá fyrir börnin okkar,“ segir Eldbjörg.Vanþekking og leyndarmál Yfirlitsskýrsla um PFC-efni og notkun þeirra á norrænum markaði sem birt var um mitt ár í fyrra má kalla nýjustu heildstæðu upplýsingarnar um þessi eiturefni í náttúrunni sem eru aðgengilegar hér á Íslandi. Skýrslan var unnin af Matís í samstarfi við hóp sérfræðinga og stofnana á Norðurlöndunum. Meginniðurstaðan er einföld. Gögn vantar um stóran hluta PFC-efna á sama tíma og vísbendingar eru um að þau geti valdið alvarlegum eituráhrifum og skaðað heilsu manna og dýra. Í fáum tilfellum liggja fyrir nákvæmar markaðsupplýsingar um efnasamsetningu, magn, framleiðslu og notkun efnanna. Á sama tíma er ekki skylt að birta upplýsingar um tiltekin PFC-efni, samkvæmt gildandi lögum og reglum. Þessar eyður allar eru tilkomnar vegna vanþekkingar og viðskiptaleyndarmála, segir í niðurstöðukafla.853 óvinir sem lítið er vitað um Lífræn flúorefni (PFC) samanstanda m.a. af PFOS (perfluorooctanesulfonic acid) og PFOA (Perfluorooctanoic acid). Þessi efni eru manngerð og eru notuð til að gefa ýmsum vörum þá eiginleika að hrinda frá sér bæði vatni og fitu. PFC-efni eru mjög stór og flókinn hópur af lífrænum efnum sem hafa fjölbreytta virkni. Efnin eru víða notuð í iðnaði og á heimilum. Notkun þeirra hefur hingað til verið talin örugg og því verið töluverð. Hins vegar fóru áhyggjur vísindamanna að vakna þegar víðtæk útbreiðsla efnanna uppgötvaðist í umhverfinu. Athygli ESB hefur nú beinst að því að skoða notkun þessara efna og flokkun. OECD hefur til þessa skráð samtals 853 mismunandi flúorefnasambönd (PFC). Á sama tíma er lítið vitað um uppsprettu efnanna og enn minna um dreifingu þeirra og umhverfisáhrif. Þegar eituráhrifa gætir vegna PFC-efna er sjaldnast einu efni um að kenna, heldur er yfirleitt um blöndu af ýmsum PFC-efnum að ræða í bland við aðra umhverfisþætti. Í framtíðarrannsóknum á PFC-efnum þarf því að leggja áherslu á áhrif blöndunar PFC-efna og afleiður þeirra. Auk þess sem þörf er á viðmiðunarefni til greiningar, gögn um eiturefnafræði og upplýsingar um tilvist þeirra í mönnum og umhverfi.Heimild: Matís/ Per and polyfluorinatedsubstances in the Nordic Countries. Fréttaskýringar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
„Já, ég held að það sé alveg rétt að Íslendingar eru líklega svipaðir Norðmönnum hvað þessi mengunarefni snertir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, verkefnisstjóri á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, spurð hvort nokkur ástæða sé til að halda að niðurstöður rannsókna um magn mengunarefna í Norðmönnum eigi ekki við á Íslandi. Vísindamenn við Norsku loftrannsóknastofnunina (NILU) og Tromsö-háskóla (UiT) telja að hvergi á byggðu bóli finnist fleiri mengandi efni í mönnum en í Noregi, og geta verið á milli 200 til 400 talsins. Greint var frá rannsóknum þeirra í dagblaðinu Nordlys í Tromsö, en þar í bæ var haldin norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers í síðustu viku þar sem heilbrigðismál komu mikið við sögu.Eitur Rannsóknin spannar best þekktu eiturefnin; þrávirk lífræn efni eins og ýmis skordýraeitur og önnur varnarefni (DDT) og PCB-efni, mörg hver löngu bönnuð og komin úr notkun. Enn meiri athygli fá lífræn flúorefni (PFC) sem einnig skipta hundruðum og eru mikið notuð í iðnaði og á heimilum fólks. Allt eru þetta efni sem hvorki brotna niður í umhverfinu né skiljast út úr lífverum og safnast því upp í líkama fólks. Mörg þessara efna eru talin geta truflað hormónakerfi mannsins, ónæmiskerfið og taugaþroska fóstra í móðurkviði. Þau hafa líka verið tengd ýmsum lífstílssjúkdómum, eins og offitu og sykursýki, auknum sýkingum og ofnæmi. Enn er lítið af þessu þó annað en vísbendingar hvað manninn snertir, segir Kristín.Efnasúpa Á Íslandi hefur verið fylgst með þrávirkum lífrænum efnum í mönnum í nokkurn tíma. Kristín segir að á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ séu magngreind um 30 til 40 efni í blóði. „En við sjáum miklu fleiri. Mörg efni ráðum við hins vegar ekki við að greina,“ segir Kristín en bætir við að von sé á nýju greiningartæki í vor sem muni gefa miklu meiri möguleika. „Hvort efnunum hafi fjölgað frá 1995, þegar ég fyrst greindi efnin, get ég ekki sagt til um, en magn sumra hefur klárlega minnkað, enda hefur notkun margra verið bönnuð í langan tíma og styrkur þeirra í náttúrunni er því hægt á undanhaldi,“ segir Kristín. Eins og áður sagði eru mörg þessara efna talin geta truflað hormónakerfi mannsins, ónæmiskerfið og taugaþroska fóstra, og tengd ýmsum lífstílssjúkdómum. Kristín segir að flestar rannsóknir hafi aðeins snúist um áhrif eins mengunarefnis í senn, en hún tekur undir orð norsku vísindamannanna sem benda á að menn eru að gera sér ljóst að líklega eru það frekar samanlögð áhrif efnasúpunnar sem þarf að skoða, en það er flókið í framkvæmd.Fjársvelti Kristín hefur lengi tekið þátt í starfi AMAP-Human Health hópsins [einn af sex undirhópum Norðurskautsráðsins], en rannsóknir NILU og UiT tengjast að miklu leyti því samstarfi, auk annarra sértækari rannsókna í Norður-Noregi. Upphaflega var AMAP-samstarfið í umboði umhverfisráðuneytisins, en frá árinu 2008 hefur Kristín aðeins einu sinni getað sótt fundi hópsins á vegum hins opinbera. Hún hefur því sótt fundina á eigin vegum eða með stuðningi annarra norðurslóðaríkja sem koma að samstarfinu. „Kanadamenn, Danir með grænlensk sýni, Færeyingar og Norðmenn hafa hins vegar verið mjög öflugir í þessu samstarfi og lagt mikinn pening í það. Líklega hefur hver einasti Færeyingur lagt til blóð, jafnvel oftar en einu sinni í þessar rannsóknir,“ segir Kristín.665 færeysk börn Birting greinar í tímariti Bandarísku læknasamtakanna (JAMA) í ársbyrjun 2012 vakti töluverða athygli hér á landi en þar var sýnt fram á fylgni á milli PFC-efna í blóði færeyskra verðandi mæðra og svörunar barna þeirra síðar við ungbarnabólusetningum. Hjá um 40% verðandi mæðra og nýfæddra barna þeirra komu fram há gildi PFC-efna, og var síðar mælt með að börn þeirra mæðra með hæstu gildin fengju auka bólusetningu þar sem þau svöruðu verr hefðbundnum fjölda bólusetninga með eðlilegri mótefnasvörun (eitt af hverjum tíu þeirra 665 barna sem rannsóknin náði til).Vilhjálmur Ari Arason.Rannsóknin hefði kannski ekki vakið mikla athygli ef ekki hefði verið fyrir skrif Vilhjálms Ara Arasonar heimilislæknis. Málið er alvarlegt að mati Vilhjálms og ógn við lýðheilsu Íslendinga í framtíðinni. Hann skoraði á heilbrigðisyfirvöld að vera á varðbergi og fjölmiðla að kynna málið betur fyrir almenningi. „Full ástæða er að vera vel meðvitaður um hugsanlega hættu af PFC-mengun sem og annarra spilliefna í okkar nærumhverfi, ekki síst vegna daglegra neysluvenja okkar. Viðkvæmust eru áhrif á frjósemina og þroska fósturs, sem og áhrif á ungbörn sem eru að vaxa. Megintilgangur rannsóknarinnar í JAMA var einmitt að benda á þessa hættu og vekja umræðu. Allra síst ættu verðandi mæður að borða hvalkjöt á meðgöngunni (sérstaklega grindhveli) og mikið feitan fisk. Vonandi verða gerðar fleiri rannsóknir til að sanna betur þessi hættulegu tengsl við PFC, sem og tengsl við önnur þrávirk lífræn efni og þungmálma (t.d. kvikasilfur), sem safnast fyrir í náttúrunni, mest efst í fæðukeðjunni,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir jafnframt í skrifum sínum að ósýnileg lífræn mengun tengist því miður oft hreinustu ímynd okkar af daglegum neysluvenjum. Hlutum sem við erum í mikilli snertingu við alla daga, t.d. með ýmsum hreinlætisvörum, blautklútum og snyrtivörum, sem og úr neytendapakkningum og plastvörum sem við viljum hafa sem mýkstar og meðfærilegastar. Þetta á ekki síst við um nærumhverfi barna, ungbarnavörur hverskonar, leikföng og jafnvel fatnað. Mikil vitundarvakning hefur engu að síður orðið síðastliðin ár um óhollustu þessara efna í okkar umhverfi og sem við áður töldum svo örugg.Iðnaðurinn langt á undan Fyrir hálfri öld fundust aðeins fimm til sex spilliefni af þessum toga í mönnum. Hröð þróun í iðnaði og framleiðsla mörg hundruð ólíkra lífrænna flúorefna (PFC) síðustu 50 árin hefur hins vegar gjörbylt þessari mynd. Í viðtali norska dagblaðsins Nordlys við Eldbjörgu Heimstad, verkefnisstjóra hjá NILU, segir hún að iðnaðurinn sé langt á undan vísindamönnum og eftirlitsaðilar hafi ekki nokkur tök á því að fylgja hraðri þróun eftir. Þetta á ekki síst við um eftirlit með efnainnihaldi varnings sem kemur frá Asíu. Eins segja vísindamennirnir að með ríkidæmi fylgi flóð neytendavöru hvers konar, þar sem eiturefnin leynast. Því ættu fyrirtæki að bera ríkari ábyrgð á því að tilgreina hvað vörur þeirra innihalda, en Evrópusambandið hefur reynt að taka á þessu í sérstakri löggjöf (REACH). Allir þurfa því að vera meðvitaðir um uppruna og efnasamsetningu þeirrar vöru sem þeir nota, og uppruna matarins sem þeir neyta. „Ef ekki fyrir okkur sjálf, þá fyrir börnin okkar,“ segir Eldbjörg.Vanþekking og leyndarmál Yfirlitsskýrsla um PFC-efni og notkun þeirra á norrænum markaði sem birt var um mitt ár í fyrra má kalla nýjustu heildstæðu upplýsingarnar um þessi eiturefni í náttúrunni sem eru aðgengilegar hér á Íslandi. Skýrslan var unnin af Matís í samstarfi við hóp sérfræðinga og stofnana á Norðurlöndunum. Meginniðurstaðan er einföld. Gögn vantar um stóran hluta PFC-efna á sama tíma og vísbendingar eru um að þau geti valdið alvarlegum eituráhrifum og skaðað heilsu manna og dýra. Í fáum tilfellum liggja fyrir nákvæmar markaðsupplýsingar um efnasamsetningu, magn, framleiðslu og notkun efnanna. Á sama tíma er ekki skylt að birta upplýsingar um tiltekin PFC-efni, samkvæmt gildandi lögum og reglum. Þessar eyður allar eru tilkomnar vegna vanþekkingar og viðskiptaleyndarmála, segir í niðurstöðukafla.853 óvinir sem lítið er vitað um Lífræn flúorefni (PFC) samanstanda m.a. af PFOS (perfluorooctanesulfonic acid) og PFOA (Perfluorooctanoic acid). Þessi efni eru manngerð og eru notuð til að gefa ýmsum vörum þá eiginleika að hrinda frá sér bæði vatni og fitu. PFC-efni eru mjög stór og flókinn hópur af lífrænum efnum sem hafa fjölbreytta virkni. Efnin eru víða notuð í iðnaði og á heimilum. Notkun þeirra hefur hingað til verið talin örugg og því verið töluverð. Hins vegar fóru áhyggjur vísindamanna að vakna þegar víðtæk útbreiðsla efnanna uppgötvaðist í umhverfinu. Athygli ESB hefur nú beinst að því að skoða notkun þessara efna og flokkun. OECD hefur til þessa skráð samtals 853 mismunandi flúorefnasambönd (PFC). Á sama tíma er lítið vitað um uppsprettu efnanna og enn minna um dreifingu þeirra og umhverfisáhrif. Þegar eituráhrifa gætir vegna PFC-efna er sjaldnast einu efni um að kenna, heldur er yfirleitt um blöndu af ýmsum PFC-efnum að ræða í bland við aðra umhverfisþætti. Í framtíðarrannsóknum á PFC-efnum þarf því að leggja áherslu á áhrif blöndunar PFC-efna og afleiður þeirra. Auk þess sem þörf er á viðmiðunarefni til greiningar, gögn um eiturefnafræði og upplýsingar um tilvist þeirra í mönnum og umhverfi.Heimild: Matís/ Per and polyfluorinatedsubstances in the Nordic Countries.
Fréttaskýringar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent