Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova hlaut FKA viðurkenninguna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2014 19:39 FKA viðurkenninguna 2014 hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova. Vísir ræddi við Liv eftir athöfnina. Nova gengur gjarnan undir nafninu „stærsti skemmtistaður í heimi“. Fyrir tæpu ári hlaut Nova hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð – og viðskiptavinir félagsins mældust þeir ánægðustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Um svipað leyti tók Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova við viðurkenningu sem Markaðsmaður ársins 2012. Aðspurð um galdurinn að baki þessum góða árangri segir Liv: „Það er liðsheildin og stemmningin sem hefur tekist að skapa innan fyrirtækisins – gleði, metnaður og löngun til að ná árangri. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og höfum gaman að því sem við erum að gera.“ Liv útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1995. Á námsárunum var Liv dugleg að prófa nýja hluti rak til dæmis Stúdentakjallarann einn vetur ásamt félaga sínum, vann í hval í Hvalfirði eitt sumar, á sjúkrahúsinu á Siglufirði, var au-pair í Danmörku og Chicago, vann í Tyrklandi eitt sumar og i London í eitt ár. Árið 1998 hóf hún svo störf hjá Íslenska símafélaginu sem setti Tal á markað og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum allar götur síðan. Hún var framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone við sameiningu Íslandssíma og Tals og vann síðan að því að setja lággjalda símafélagið SKO á markað.Árið 2006 vann Liv viðskiptaáætlun fyrir nýtt símafélag ásamt félaga sínum Jóakim Reynissyni; félag sem í dag ber heitið Nova og hefur 140 manns í vinnu.Liv segir að sér finnist upphafsár fyrirtækja mest spennandi og það sé áskorun að halda fyrirtæki eins og Nova síungu. Á upphafsárum fyrirtækja sé allt hægt, orkan og krafturinn mikill og það skipti fyrirtæki miklu máli að reyna að halda í þann kraft – sérstaklega á markaði þar sem hraðinn er jafn mikill og á farsímamarkaði. „...en það er einmitt hraðinn og sífelldar nýjungar sem gera fjarskiptamarkaðinn svo spennandi“ segir Liv. „Við erum ekki fyrr búin að setja 3G farsímakerfið í loftið og þjóðin byrjar að snjallsímavæðast ... þá er 4G komið og ætli það sé ekki bara nokkuð stutt í 5G. Það er engin stöðnun í þessum geira og það gerir hann svo skemmtilegan.“Á árinu 2013 fór Liv í stjórnunarnám í IESE Business School í Barcelona. Fram að því hafði hún setið í stjórn símafélagsins Telio í Noregi í 3 ár sem er skráð félag. Hún sagði sig úr þeirri stjórn þegar hún fór í námið. Í dag stýrir hún hinsvegar Nova, er stjórnarformaður WOW air og situr í stjórnum CCP og 66N. „Það er gaman að fá tækifæri til að vinna með öðrum félögum en því sem maður stýrir alla jafna. Það er góður skóli og margt af því sem ég hef lært í gegnum stjórnarstörf í öðrum félögum hefur nýst mér í starfinu hjá Nova,“ segir Liv. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
FKA viðurkenninguna 2014 hlaut Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova. Vísir ræddi við Liv eftir athöfnina. Nova gengur gjarnan undir nafninu „stærsti skemmtistaður í heimi“. Fyrir tæpu ári hlaut Nova hæstu einkunn allra fyrirtækja á Íslandi í íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð – og viðskiptavinir félagsins mældust þeir ánægðustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Um svipað leyti tók Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova við viðurkenningu sem Markaðsmaður ársins 2012. Aðspurð um galdurinn að baki þessum góða árangri segir Liv: „Það er liðsheildin og stemmningin sem hefur tekist að skapa innan fyrirtækisins – gleði, metnaður og löngun til að ná árangri. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og höfum gaman að því sem við erum að gera.“ Liv útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi i viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1995. Á námsárunum var Liv dugleg að prófa nýja hluti rak til dæmis Stúdentakjallarann einn vetur ásamt félaga sínum, vann í hval í Hvalfirði eitt sumar, á sjúkrahúsinu á Siglufirði, var au-pair í Danmörku og Chicago, vann í Tyrklandi eitt sumar og i London í eitt ár. Árið 1998 hóf hún svo störf hjá Íslenska símafélaginu sem setti Tal á markað og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum allar götur síðan. Hún var framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone við sameiningu Íslandssíma og Tals og vann síðan að því að setja lággjalda símafélagið SKO á markað.Árið 2006 vann Liv viðskiptaáætlun fyrir nýtt símafélag ásamt félaga sínum Jóakim Reynissyni; félag sem í dag ber heitið Nova og hefur 140 manns í vinnu.Liv segir að sér finnist upphafsár fyrirtækja mest spennandi og það sé áskorun að halda fyrirtæki eins og Nova síungu. Á upphafsárum fyrirtækja sé allt hægt, orkan og krafturinn mikill og það skipti fyrirtæki miklu máli að reyna að halda í þann kraft – sérstaklega á markaði þar sem hraðinn er jafn mikill og á farsímamarkaði. „...en það er einmitt hraðinn og sífelldar nýjungar sem gera fjarskiptamarkaðinn svo spennandi“ segir Liv. „Við erum ekki fyrr búin að setja 3G farsímakerfið í loftið og þjóðin byrjar að snjallsímavæðast ... þá er 4G komið og ætli það sé ekki bara nokkuð stutt í 5G. Það er engin stöðnun í þessum geira og það gerir hann svo skemmtilegan.“Á árinu 2013 fór Liv í stjórnunarnám í IESE Business School í Barcelona. Fram að því hafði hún setið í stjórn símafélagsins Telio í Noregi í 3 ár sem er skráð félag. Hún sagði sig úr þeirri stjórn þegar hún fór í námið. Í dag stýrir hún hinsvegar Nova, er stjórnarformaður WOW air og situr í stjórnum CCP og 66N. „Það er gaman að fá tækifæri til að vinna með öðrum félögum en því sem maður stýrir alla jafna. Það er góður skóli og margt af því sem ég hef lært í gegnum stjórnarstörf í öðrum félögum hefur nýst mér í starfinu hjá Nova,“ segir Liv.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira