Frænka Tiger Woods vann ástralska meistaramótið Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. febrúar 2014 20:15 vísir/getty Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Cheyenne Woods vann sitt fyrsta stórmót á ferlinum þegar hún vann ástralska meistaramót kvenna í golfi um helgina. Hún er frænka Tiger Woods sem sjálfur hefur unnið 14 stórmót á ferlinum og á greinilega ekki langt að sækja hæfileikana. Hin 23 ára gamla Woods lék lokahringinn á Royal Pines vellinum á 69 höggum eða fjórum undir pari og vann með tveggja högga mun. „Þetta er stór áfangi fyrir mig,“ sagði Woods eftir sigurinn. „Ég er búin að vera atvinnumaður í tvö ár og fólk hefur mest litið á mig sem frænku Tiger Woods. Nú hef ég unnið mitt fyrsta mót og það er spennandi. „Nú get ég sagt við fólk að ég get leikið. Ég er ekki bara nafnið,“ sagði Woods sem neitar því ekki að pressa fylgi nafninu. „Sviðsljósið hefur verið á mér en ég vissi alltaf að ég gæti unnið. Það er þungu fargi af mér létt því nú vita allir hvað ég get, ekki bara ég,“ sagði Woods sem tryggði sér sigurinn með því að fá þrjá fugla á sex síðustu holunum.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira