Varaborgarfulltrúi í hart við smálánafyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Eva H. Baldursdóttir hefur sent smálánafyrirtækinu Kredia ehf. innheimtubréf. mynd/samsett „Það má segja að ég sé í aðför gegn smálánafyrirtækjum, enda tel ég þessa gjaldtöku flýtiþjónustugjalds ólögmæta," segir Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem hefur, ásamt lögmanni sínu Braga Dór Hafþórssyni, sent smálánafyrirtækinu Kredia ehf. innheimtubréf. Í bréfinu krefst Eva þess að Kredia ehf. endurgreiði henni 5.900 krónur, svokallað flýtiþjónustugjald, sem fyrirtækið lagði ofan á smálán sem hún tók. Eva telur að flýtiþjónustugjaldið sé andstætt nýjum lögum um neytendalán en þeim var breytt þann 1. nóvember 2013. Verði Kredia ehf. ekki að kröfum Evu ætlar hún sér að leita réttar síns fyrir dómsstólum. Eva tók lán hjá Kredia upp á 20.000 krónur sama dag og ný neytendalán tóku gildi. Flýtiþjónustugjaldið var sem fyrr segir 5.900 krónur. Í lögunum er sett hámark á svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar sem aðeins má vera um 50% á ársgrundvelli en Eva telur flýtiþjónustuna falla undir þann kostnað. „Árleg hlutfallstala kostnaðar er í raun allur heildarkostnaður við töku láns að vöxtum meðtöldum. Löggjafinn hefur sett hámark á innheimtu þessa hlutfallstölu kostnaðar á ársgrundvelli, þ.e. 50% vexti að viðbættum stýrivöxtum. En með flýtiþjónustugjaldi smálánafyrirtækja fer árleg hlutfallstala kostnaðar yfir 400% á ári,“ segir Eva. „Ef þetta er ekki ólögmætt gjald er lánafyrirtækjum heimilt að sniðganga skýrt markmið ákvæðisins, að banna okurvaxtastarfsemi á afar ódýran hátt en ekki síður skýr markmið laganna að standa vörð um neytendur.“ „Nú er næsta mál að bíða eftir viðbrögðum frá Kredia ehf. við bréfinu. Þegar ný lög tóku gildi breyttu þeir aðeins starfsemi sinni og fóru að taka upp þetta flýtiþjónustugjald. Eflaust eru þeir að reyna byggja það á einhverri þröngri túlkun á ákvæðum neytendalánalaga en ég tel þá túlkun andstæð lögunum og ekki síður markmiðum þeirra. Þá spyr ég mig jafnframt um siðferði slíkra starfshátta þó allajafna sé ekki spurt um það þegar kemur að túlkun laga." „Áður en lögin voru sett voru dæmi um að vextir af smálánum að meðtöldum lántökukostnaði færi yfir 600% á ársgrundvelli. Það getur varla talist annað en okurvaxtastarfsemi. Að mínu mati ber að banna slíkt. Þá spyr ég mig jafnframt um siðferði slíkra starfshátta þó allajafna sé ekki spurt um það þegar kemur að túlkun laga." Hér að neðan má lesa bréfið sem Eva sendi Kredia. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Það má segja að ég sé í aðför gegn smálánafyrirtækjum, enda tel ég þessa gjaldtöku flýtiþjónustugjalds ólögmæta," segir Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem hefur, ásamt lögmanni sínu Braga Dór Hafþórssyni, sent smálánafyrirtækinu Kredia ehf. innheimtubréf. Í bréfinu krefst Eva þess að Kredia ehf. endurgreiði henni 5.900 krónur, svokallað flýtiþjónustugjald, sem fyrirtækið lagði ofan á smálán sem hún tók. Eva telur að flýtiþjónustugjaldið sé andstætt nýjum lögum um neytendalán en þeim var breytt þann 1. nóvember 2013. Verði Kredia ehf. ekki að kröfum Evu ætlar hún sér að leita réttar síns fyrir dómsstólum. Eva tók lán hjá Kredia upp á 20.000 krónur sama dag og ný neytendalán tóku gildi. Flýtiþjónustugjaldið var sem fyrr segir 5.900 krónur. Í lögunum er sett hámark á svokallaða árlega hlutfallstölu kostnaðar sem aðeins má vera um 50% á ársgrundvelli en Eva telur flýtiþjónustuna falla undir þann kostnað. „Árleg hlutfallstala kostnaðar er í raun allur heildarkostnaður við töku láns að vöxtum meðtöldum. Löggjafinn hefur sett hámark á innheimtu þessa hlutfallstölu kostnaðar á ársgrundvelli, þ.e. 50% vexti að viðbættum stýrivöxtum. En með flýtiþjónustugjaldi smálánafyrirtækja fer árleg hlutfallstala kostnaðar yfir 400% á ári,“ segir Eva. „Ef þetta er ekki ólögmætt gjald er lánafyrirtækjum heimilt að sniðganga skýrt markmið ákvæðisins, að banna okurvaxtastarfsemi á afar ódýran hátt en ekki síður skýr markmið laganna að standa vörð um neytendur.“ „Nú er næsta mál að bíða eftir viðbrögðum frá Kredia ehf. við bréfinu. Þegar ný lög tóku gildi breyttu þeir aðeins starfsemi sinni og fóru að taka upp þetta flýtiþjónustugjald. Eflaust eru þeir að reyna byggja það á einhverri þröngri túlkun á ákvæðum neytendalánalaga en ég tel þá túlkun andstæð lögunum og ekki síður markmiðum þeirra. Þá spyr ég mig jafnframt um siðferði slíkra starfshátta þó allajafna sé ekki spurt um það þegar kemur að túlkun laga." „Áður en lögin voru sett voru dæmi um að vextir af smálánum að meðtöldum lántökukostnaði færi yfir 600% á ársgrundvelli. Það getur varla talist annað en okurvaxtastarfsemi. Að mínu mati ber að banna slíkt. Þá spyr ég mig jafnframt um siðferði slíkra starfshátta þó allajafna sé ekki spurt um það þegar kemur að túlkun laga." Hér að neðan má lesa bréfið sem Eva sendi Kredia.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira