Icelandic Group kaupir Ný‐Fisk í Sandgerði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 10:22 Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur lokið við kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Ný‐Fiskur í Sandgerði. Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Group notar Ný‐Fiskur í sína framleiðslu yfir 7.000 tonn af hráefni árlega. Um 70% af framleiðslu er seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. „Kaup okkar á Ný‐Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis er mikilvægt skref fyrir okkur hjá Icelandic Group og mun styrkja aðgengi félagsins enn frekar að sjávarauðlindum, sem er einn af lykilþáttum í stefnu og framtíðarsýn félagsins. Með þessum kaupum erum við jafnframt að bregðast við auknum kröfum neytenda okkar um allan heim varðandi skýran uppruna og rekjanleika fiskafurða. Ný‐Fiskur hefur yfir 20 ára sögu félagsins verið leiðandi í framleiðslu á hágæða ferskum fiskafurðum til kröfuharðra viðskiptavina víða um Evrópu. Fyrirtækið hefur á að skipa sterku stjórnendateymi sem mun hér eftir sem hingað til halda áfram góðu starfi og vinna með okkur í að sækja fram og vinna úr öllum þeim fjölmörgu tækifærum sem við sjáum framundan,“ segir Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Ný‐Fiskur var stofnað árið 1989 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja hágæða ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að jafnaði. „Við hjá Icelandic Ný‐Fiski erum afar ánægð og spennt með það að vera að ganga til liðs við Icelandic Group á þessum tímapunkti. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi og erum við sammála þeirri stefnu og framtíðarsýn sem Icelandic Group hefur markað sér. Ég tel að núna sé rétti tíminn fyrir Ný‐Fisk að taka saman höndum með Icelandic Group. Saman getum við náð fram auknum samlegðaráhrifum og markmiðum okkar hraðar. Icelandic Group mun styðja enn frekar við vöxt félagsins og markmiðum þess að framleiða gæða ferskfiskafurðir á sem skilvirkastan máta,“ segir Birgir Kristinsson, Framkvæmdastjóri Icelandic Ný‐Fisks. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Icelandic Group hefur lokið við kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Ný‐Fiskur í Sandgerði. Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Group notar Ný‐Fiskur í sína framleiðslu yfir 7.000 tonn af hráefni árlega. Um 70% af framleiðslu er seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. „Kaup okkar á Ný‐Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis er mikilvægt skref fyrir okkur hjá Icelandic Group og mun styrkja aðgengi félagsins enn frekar að sjávarauðlindum, sem er einn af lykilþáttum í stefnu og framtíðarsýn félagsins. Með þessum kaupum erum við jafnframt að bregðast við auknum kröfum neytenda okkar um allan heim varðandi skýran uppruna og rekjanleika fiskafurða. Ný‐Fiskur hefur yfir 20 ára sögu félagsins verið leiðandi í framleiðslu á hágæða ferskum fiskafurðum til kröfuharðra viðskiptavina víða um Evrópu. Fyrirtækið hefur á að skipa sterku stjórnendateymi sem mun hér eftir sem hingað til halda áfram góðu starfi og vinna með okkur í að sækja fram og vinna úr öllum þeim fjölmörgu tækifærum sem við sjáum framundan,“ segir Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Ný‐Fiskur var stofnað árið 1989 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja hágæða ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að jafnaði. „Við hjá Icelandic Ný‐Fiski erum afar ánægð og spennt með það að vera að ganga til liðs við Icelandic Group á þessum tímapunkti. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi og erum við sammála þeirri stefnu og framtíðarsýn sem Icelandic Group hefur markað sér. Ég tel að núna sé rétti tíminn fyrir Ný‐Fisk að taka saman höndum með Icelandic Group. Saman getum við náð fram auknum samlegðaráhrifum og markmiðum okkar hraðar. Icelandic Group mun styðja enn frekar við vöxt félagsins og markmiðum þess að framleiða gæða ferskfiskafurðir á sem skilvirkastan máta,“ segir Birgir Kristinsson, Framkvæmdastjóri Icelandic Ný‐Fisks.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira