Stadler fær að spila á Masters með föður sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2014 10:19 Vísir/Getty Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira