Stadler fær að spila á Masters með föður sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2014 10:19 Vísir/Getty Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kevin Stadler og Stephan Gallacher fögnuðu sigri á tveimur stærstu mótunum í golfheiminum um helgina. Stadler vann sitt fyrsta PGA-mót um helgina en það fór fram í Phoenix. Hann spilaði á 68 höggum á lokahringinum og endaði einu höggi á undan þeim Bubba Watson og Graham DeLaet. Watson, sem hafði verið í toppbaráttu allt mótið, spilaði á 71 höggi í gær. Hann tapaði höggi á sextándu og þurfti að setja niður tæplega tveggja metra pútt á átjándu til að tryggja sér bráðabana. Watson brást bogalistin og Stadler fagnaði sigri. Með sigrinum náði Stadler að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu í ár en faðir hans, Craig, vann það mót árið 1982. Craig tekur enn þátt í PGA-mótaröðinni en þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem feðgar spila saman á Masters. „Það verður frábær upplifun því þetta verður sannarlega mitt síðasta mót. Ég hef ítrekað sagt að ég muni hætta þegar hann kemst inn," sagði Craig. Skotinn Gallacher fagnaði sigri á Dubai Desert Classic-mótinu en það var hluti af Evrópumótaröðinni. Gallacher átti titil að verja á mótinu og er fyrsta kylfingnum sem tekst að vinna mótið tvö ár í röð. Hann spilaði á samtals sextán höggum undir pari en Emiliano Grillo frá Argentínu varð í öðru sæti á fimmtán undir pari.Rory McIlroy, sem byrjaði frábærlega í mótinu, spilaði á 74 höggum síðasta daginn og endaði í níunda sæti. Tiger Woods varð í 41. sæti eftir að hann spilaði á 71 höggi í gær.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira