Fjármálaráðherra undrast harða gagnrýni SA á ríkisstjórnina Haimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2014 19:40 Fjármálaráðherra undrast þá gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að enginn munur sé á núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í skattamálum fyrirtækja. Þar sé tugmilljarða munur á og ráðherra segir tímasetningu þessarar gagnrýni einkennilega.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir ríkisstjornina harðlega í opnuviðtali í Morgunblaðinu í vikunni og segir að framlag ríkisstjórnarinnar til kjarasamninganna hafi valdið vonbrigðum. Ríkisstjórnin haldi áfram á sömu braut og fyrri ríkisstjórn með aukningu skattbyrði á atvinnulífið. „Mér koma þessi ummæli mjög á óvart. Við erum búin að kynna og höfum þegar ákveðið lækkanir á tryggingagjaldi sem mun þegar þær eru komnar til framkvæmda lækka tryggingagjald um fjóra milljarða á ári á atvinnulífið.Við höfum líka lækkað skatta á einstaklinga sem hlýtur að hafa greitt fyrir gerð kjarasamninga. Það eru aðgerðir sem auka kaupmátt launþegana í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Auk þess hafi ríkisstjórnin dregið úr áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun veiðigjalda og auðlegðarskattur verði ekki framlengdur. „Það munar milljarða tugum á skattastefnu þessarar ríkisstjórnar og þeirrar sem áður var og þeim áformum sem þeir flokkar sem voru í þeirri ríkisstjórn sátu hafa verið með á þingi,“ segir fjármálaráðherra. Hins vegar sé rétt að bankaskattur hafi verið hækkaður verulega, sem bitni fyrst og fremst á stóru fjármálafyrirtækjunum sem standi sterkt og hafi stóraukið eiginfjárstöðu sína og skili glimrandi góðri afkomu. „Og sá skattur var alltaf ætlaður til að endurheimta þann kostnað sem ríkissjóður hefur orðið fyrir út af falli fjármálakerfisins. Þei sem greiða mest af þeim skatti eru hins vegar slitabúin,“ segir Bjarni. Finnst þér ósanngjarnt af Samtökum atvinnulífsins að draga einmitt þá skattheimtu inn í þessa umræðu? „Mér finnst bara einkennilegt af þeim sem við höfum átt góð samskipti við að koma á þessum tímapunkti með athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vegna þess að þegar við kynntum okkar aðgerðir var það næsta sem þessir aðilar gerðu að skrifa undir kjarasamninginn,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fjármálaráðherra undrast þá gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að enginn munur sé á núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í skattamálum fyrirtækja. Þar sé tugmilljarða munur á og ráðherra segir tímasetningu þessarar gagnrýni einkennilega.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir ríkisstjornina harðlega í opnuviðtali í Morgunblaðinu í vikunni og segir að framlag ríkisstjórnarinnar til kjarasamninganna hafi valdið vonbrigðum. Ríkisstjórnin haldi áfram á sömu braut og fyrri ríkisstjórn með aukningu skattbyrði á atvinnulífið. „Mér koma þessi ummæli mjög á óvart. Við erum búin að kynna og höfum þegar ákveðið lækkanir á tryggingagjaldi sem mun þegar þær eru komnar til framkvæmda lækka tryggingagjald um fjóra milljarða á ári á atvinnulífið.Við höfum líka lækkað skatta á einstaklinga sem hlýtur að hafa greitt fyrir gerð kjarasamninga. Það eru aðgerðir sem auka kaupmátt launþegana í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Auk þess hafi ríkisstjórnin dregið úr áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun veiðigjalda og auðlegðarskattur verði ekki framlengdur. „Það munar milljarða tugum á skattastefnu þessarar ríkisstjórnar og þeirrar sem áður var og þeim áformum sem þeir flokkar sem voru í þeirri ríkisstjórn sátu hafa verið með á þingi,“ segir fjármálaráðherra. Hins vegar sé rétt að bankaskattur hafi verið hækkaður verulega, sem bitni fyrst og fremst á stóru fjármálafyrirtækjunum sem standi sterkt og hafi stóraukið eiginfjárstöðu sína og skili glimrandi góðri afkomu. „Og sá skattur var alltaf ætlaður til að endurheimta þann kostnað sem ríkissjóður hefur orðið fyrir út af falli fjármálakerfisins. Þei sem greiða mest af þeim skatti eru hins vegar slitabúin,“ segir Bjarni. Finnst þér ósanngjarnt af Samtökum atvinnulífsins að draga einmitt þá skattheimtu inn í þessa umræðu? „Mér finnst bara einkennilegt af þeim sem við höfum átt góð samskipti við að koma á þessum tímapunkti með athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vegna þess að þegar við kynntum okkar aðgerðir var það næsta sem þessir aðilar gerðu að skrifa undir kjarasamninginn,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira