Fasteignaverð og verð á leiguhúsnæði helsta ógn verðstöðugleika Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 15:39 Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna. Vísir/Vilhelm „Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira