Sala á Playstation 4 leikjatölvunni hefur farið ótrúlega vel af stað fyrstu mánuðina en fyrirtækið hefur selt 5,3 milljónir eintaka í heiminum.
Playstation 4 fer í sölu í Japan þann 22. febrúar en Sony er japanskt fyrirtæki og er eftirvæntingin mikil þar í landi.
Aðal samkeppnisaðilinn Microsoft hefur selt 3,9 milljónir eintaka af Xbox One.
Samkvæmt talsmönnum Sony var gert ráð fyrir því að selja fimm milljónir eintaka af PS4 í lok mars á þessu ári en með þessu áframhaldi telja sérfræðingar að Sony eigi eftir að ná í 10 milljónir undir lok ársins.
Sala á PS4 gengur vonum framar
