Menning

Myndband af nektargjörningi Curvers

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Nektargjörningi Curvers Thoroddsen, sem ber titilinn Verk að vinna/Paperwork, lauk um liðna helgi. „Það er búið að vera metaðsókn á sýninguna hér í Ketilhúsinu og fólk hefur verið mjög áhugasamt,“ segir Curver, en hann flokkaði pappír í heilan mánuð allsnakinn.

„Mér hefur liðið ótrúlega vel hérna en þetta tekur auðvitað mikið á,“ segir Curver en hann fór ekkert út úr Ketilhúsinu meðan á sýningu stóð. „Ég fæor ekki út úr húsi í heilan mánuð.“ Hann átti því ekki í neinum samskiptum við fólk, nema starfsfólk safnsins, í heilan mánuð.

Í heilan mánuð fór hann í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum sínum. Um er að ræða pappíra sem hafa safnast saman á síðastliðnum tuttugu árum heima hjá Curver.

Ætlarðu að gera þetta aftur? „Ég gæti ekki hugsað mér að gera þetta aftur,“ segir Curver.

Hér að ofan má sjá myndband af gjörningi Curvers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.