Svipmynd Markaðarins: Samdi um borverkefni í Malasíu Haraldur Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2014 09:30 Baldvin býr að talsverðri stjórnunarreynslu þrátt fyrir að vera enn á þrítugsaldri. Vísir/GVA Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana, flaug til Malasíu í vikunni til að undirrita samning um að fyrirtækið sjái um borhluta jarðvarmaverkefnis malasíska fyrirtækisins TGE Power. Um er að ræða fyrsta jarðvarmaverkefni í sögu Malasíu þar sem reisa á þrjátíu megavatta virkjun. „Það hefur farið töluverður tími í að setja okkar starfsemi á fót í Malasíu og ég fór þangað til að hitta verkkaupann og leggja lokahönd á samninginn. Menn halda að svæðið beri allt að níutíu megavött og því er þetta vonandi fyrsti áfangi af þremur,“ segir Baldvin. Hann var ráðinn forstjóri Jarðborana í febrúar í fyrra. Baldvin tók þá við fyrirtæki með um 150 starfsmenn og verkefni hér heima, á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og eyjunum Dóminíku og Montserrat í Karíbahafi. Einnig er í skoðun hugsanlegt verkefni í Eþíópíu í samstarfi við Reykjavík Geothermal. „Þetta var allt nýtt og mjög margt sem ég þurfti að læra enda hafði ég aldrei áður gegnt stöðu forstjóra. Rekstur er svo sem alltaf rekstur og ég nýt þess að starfa hérna og tel mig heppinn að hafa fengið þetta tækifæri.“ Baldvin útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri áður en hann hóf BS-nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands sem hann lauk árið 2007. Eftir nám lá leiðin í greiningardeild Glitnis og þaðan til Samherja, þar sem hann var síðar gerður að framkvæmdastjóra Kaldbaks, dótturfélags Samherja sem heldur utan um fjárfestingar útgerðarfyrirtækisins utan sjávarútvegs. Baldvin er í sambúð með Þóru Kristínu Pálsdóttur, fjármálaráðgjafa hjá Arion banka. Hann spilaði handbolta í tólf ár í efstu deild, síðast með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. „Mig langar að spila meira og ég er búinn að segja við Einar, þjálfara FH, að ef ég hafi tækifæri til, og ef hann vill mig á annað borð, þá muni ég reyna að spila eitthvað.“Rannveig RistRannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi „Baldvin Þorsteinsson er duglegur og ósérhlífinn. Hann er einbeittur og árangursdrifinn. Eins og ungra manna er háttur er hann óhræddur og viljugur að takast á við breytingar og leggja út í ný verkefni. Baldvin gæti virst við fyrstu kynni frekar feiminn, en hann hefur þann kost að hlusta vel og er viljugur að taka leiðbeiningum og ráðleggingum og vinna vel úr þeim.“ Arnar Þór SæþórssonArnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu „Baldvin er einkar fylginn sér og metnaðarfullur maður. Hann er einn af þeim sem ná þeim markmiðum sem þeir setja sér. Þessi lífsspeki hefur nýst honum bæði í leik og starfi í gegnum tíðina. Á uppvaxtarárunum fyrir norðan æfðum við handbolta saman og hafði hann það fyrir reglu að æfa meira en við hinir. Maður gat hreinlega ekki litið af honum öðru vísi en að hann væri að æfa. Ég er ekki frá því að undir lokin hafi hann verið við það að ná mér í getu.“ Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana, flaug til Malasíu í vikunni til að undirrita samning um að fyrirtækið sjái um borhluta jarðvarmaverkefnis malasíska fyrirtækisins TGE Power. Um er að ræða fyrsta jarðvarmaverkefni í sögu Malasíu þar sem reisa á þrjátíu megavatta virkjun. „Það hefur farið töluverður tími í að setja okkar starfsemi á fót í Malasíu og ég fór þangað til að hitta verkkaupann og leggja lokahönd á samninginn. Menn halda að svæðið beri allt að níutíu megavött og því er þetta vonandi fyrsti áfangi af þremur,“ segir Baldvin. Hann var ráðinn forstjóri Jarðborana í febrúar í fyrra. Baldvin tók þá við fyrirtæki með um 150 starfsmenn og verkefni hér heima, á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og eyjunum Dóminíku og Montserrat í Karíbahafi. Einnig er í skoðun hugsanlegt verkefni í Eþíópíu í samstarfi við Reykjavík Geothermal. „Þetta var allt nýtt og mjög margt sem ég þurfti að læra enda hafði ég aldrei áður gegnt stöðu forstjóra. Rekstur er svo sem alltaf rekstur og ég nýt þess að starfa hérna og tel mig heppinn að hafa fengið þetta tækifæri.“ Baldvin útskrifaðist af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri áður en hann hóf BS-nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands sem hann lauk árið 2007. Eftir nám lá leiðin í greiningardeild Glitnis og þaðan til Samherja, þar sem hann var síðar gerður að framkvæmdastjóra Kaldbaks, dótturfélags Samherja sem heldur utan um fjárfestingar útgerðarfyrirtækisins utan sjávarútvegs. Baldvin er í sambúð með Þóru Kristínu Pálsdóttur, fjármálaráðgjafa hjá Arion banka. Hann spilaði handbolta í tólf ár í efstu deild, síðast með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. „Mig langar að spila meira og ég er búinn að segja við Einar, þjálfara FH, að ef ég hafi tækifæri til, og ef hann vill mig á annað borð, þá muni ég reyna að spila eitthvað.“Rannveig RistRannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi „Baldvin Þorsteinsson er duglegur og ósérhlífinn. Hann er einbeittur og árangursdrifinn. Eins og ungra manna er háttur er hann óhræddur og viljugur að takast á við breytingar og leggja út í ný verkefni. Baldvin gæti virst við fyrstu kynni frekar feiminn, en hann hefur þann kost að hlusta vel og er viljugur að taka leiðbeiningum og ráðleggingum og vinna vel úr þeim.“ Arnar Þór SæþórssonArnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu „Baldvin er einkar fylginn sér og metnaðarfullur maður. Hann er einn af þeim sem ná þeim markmiðum sem þeir setja sér. Þessi lífsspeki hefur nýst honum bæði í leik og starfi í gegnum tíðina. Á uppvaxtarárunum fyrir norðan æfðum við handbolta saman og hafði hann það fyrir reglu að æfa meira en við hinir. Maður gat hreinlega ekki litið af honum öðru vísi en að hann væri að æfa. Ég er ekki frá því að undir lokin hafi hann verið við það að ná mér í getu.“
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira