Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi Kjartan Atli Kjartansson og Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:02 Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn. Stefán Logi Sívarsson var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu, í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í fjögur ár. Nafni hans, Stefán Blackburn, fékk einnig sex ára fangelsi. Davíð Freyr Magnússon fékk þriggja og hálfs árs dóm. Hinrik Geir Helgason fékk tvö og hálft ár og Gísli Þór Gunnarson í tvö ár og tvo mánuði. Sakborningarnir voru dæmdir til að greiða fórnarlömbum milljónir í skaðabætur auk vaxta. Þá ber þeim einnig að greiða allan sakarkostnað. Til frádráttar dómi kemur gæsluvarðhaldsvist. Svo virðist sem dómari hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara.Frá dómsuppkvaðningu nú eftir hádegi.vísir/valli Ákæra ríkissaksóknara var í mörgum liðum og mest bar á þeim Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Fimmmenningarnir voru kærðir fyrir mannrán á tveimur mönnum. Annar maðurinn, 22 ára, var félagi þeirra ákærðu. Hann mun hafa sagt Stefáni Loga frá ástarsambandi fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og annars manns. Þessum 22 ára manni var haldið nauðugum í hálfan sólarhring og hann barinn illa, hann stunginn með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Hann mun einnig hafa verið skorinn víða og klippt í eyru hans.Sakborningarnir voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna.vísir/valli Hinn maðurinn sem þeir héldu nauðugum var 25 ára karlmaður sem átti að hafa átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærsutu Stefáns Loga. Hann mun hafa verið barinn með kylfum ítrekað, hann skorinn og kveikt í kynfærum hans og brjóstkassa. Við eitt höggið sem hann fékk í andlitið opnaðist efri vör mannsins. Hún var saumuð saman með garni og saumnál. Maðurinn var neyddur til þess að taka óþekktar töflur og hann sprautaður með óþekktu lyfi í rassinn. Farið var með manninn á Stokkseyri. Þar á Stefán Blackburn að hafa slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en maðurinn var skilinn eftir í kjallara hússins. Hann var aðeins klæddur í svartan plastpoka bundinn við burðarstoð. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðar um daginn. Húsráðandinn sætti gæsluvarðhaldi um skeið en var ekki ákærður. Maðurinn sem var numinn á brott krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins. Stefán Logi var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í október 2012, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Þá var Stefán Logi ákærður fyrir fíkniefnaakstur sex sinnum á tímabilinu 3. mars til 17. maí í ár. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í dag. Faðir Stefáns Loga Sívarssonar bar vitni sem og húsráðandi á Stokkseyri. Þá var spiluð skýrslutaka af vitni sem lést áður en aðalmeðferðin hófst. 13. janúar 2014 17:08 Stokkseyrarmálið: Segir ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dag. Húsráðandi á Stokkseyri kom fyrir dóm og þá verður spiluð skýrslutaka af manni sem lést fyrir skömmu. 13. janúar 2014 13:38 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Vitni hafa breytt framburði sínum fyrir dómi og kannast ekki við frásagnir sem þau gáfu við rannsókn Stokkseyrarmálsins hjá lögreglu. Ríkissaksóknari segir að úrræði vanti hjá lögreglu fyrir fólk sem óttast hefndaraðgerðir ofbeldismanna. 12. desember 2013 07:00 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu, í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í fjögur ár. Nafni hans, Stefán Blackburn, fékk einnig sex ára fangelsi. Davíð Freyr Magnússon fékk þriggja og hálfs árs dóm. Hinrik Geir Helgason fékk tvö og hálft ár og Gísli Þór Gunnarson í tvö ár og tvo mánuði. Sakborningarnir voru dæmdir til að greiða fórnarlömbum milljónir í skaðabætur auk vaxta. Þá ber þeim einnig að greiða allan sakarkostnað. Til frádráttar dómi kemur gæsluvarðhaldsvist. Svo virðist sem dómari hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara.Frá dómsuppkvaðningu nú eftir hádegi.vísir/valli Ákæra ríkissaksóknara var í mörgum liðum og mest bar á þeim Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Fimmmenningarnir voru kærðir fyrir mannrán á tveimur mönnum. Annar maðurinn, 22 ára, var félagi þeirra ákærðu. Hann mun hafa sagt Stefáni Loga frá ástarsambandi fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og annars manns. Þessum 22 ára manni var haldið nauðugum í hálfan sólarhring og hann barinn illa, hann stunginn með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Hann mun einnig hafa verið skorinn víða og klippt í eyru hans.Sakborningarnir voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna.vísir/valli Hinn maðurinn sem þeir héldu nauðugum var 25 ára karlmaður sem átti að hafa átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærsutu Stefáns Loga. Hann mun hafa verið barinn með kylfum ítrekað, hann skorinn og kveikt í kynfærum hans og brjóstkassa. Við eitt höggið sem hann fékk í andlitið opnaðist efri vör mannsins. Hún var saumuð saman með garni og saumnál. Maðurinn var neyddur til þess að taka óþekktar töflur og hann sprautaður með óþekktu lyfi í rassinn. Farið var með manninn á Stokkseyri. Þar á Stefán Blackburn að hafa slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en maðurinn var skilinn eftir í kjallara hússins. Hann var aðeins klæddur í svartan plastpoka bundinn við burðarstoð. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðar um daginn. Húsráðandinn sætti gæsluvarðhaldi um skeið en var ekki ákærður. Maðurinn sem var numinn á brott krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins. Stefán Logi var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í október 2012, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Þá var Stefán Logi ákærður fyrir fíkniefnaakstur sex sinnum á tímabilinu 3. mars til 17. maí í ár.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í dag. Faðir Stefáns Loga Sívarssonar bar vitni sem og húsráðandi á Stokkseyri. Þá var spiluð skýrslutaka af vitni sem lést áður en aðalmeðferðin hófst. 13. janúar 2014 17:08 Stokkseyrarmálið: Segir ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dag. Húsráðandi á Stokkseyri kom fyrir dóm og þá verður spiluð skýrslutaka af manni sem lést fyrir skömmu. 13. janúar 2014 13:38 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Vitni hafa breytt framburði sínum fyrir dómi og kannast ekki við frásagnir sem þau gáfu við rannsókn Stokkseyrarmálsins hjá lögreglu. Ríkissaksóknari segir að úrræði vanti hjá lögreglu fyrir fólk sem óttast hefndaraðgerðir ofbeldismanna. 12. desember 2013 07:00 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45
Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45
Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í dag. Faðir Stefáns Loga Sívarssonar bar vitni sem og húsráðandi á Stokkseyri. Þá var spiluð skýrslutaka af vitni sem lést áður en aðalmeðferðin hófst. 13. janúar 2014 17:08
Stokkseyrarmálið: Segir ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dag. Húsráðandi á Stokkseyri kom fyrir dóm og þá verður spiluð skýrslutaka af manni sem lést fyrir skömmu. 13. janúar 2014 13:38
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“ Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag. 10. desember 2013 17:02
Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00
Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Vitni hafa breytt framburði sínum fyrir dómi og kannast ekki við frásagnir sem þau gáfu við rannsókn Stokkseyrarmálsins hjá lögreglu. Ríkissaksóknari segir að úrræði vanti hjá lögreglu fyrir fólk sem óttast hefndaraðgerðir ofbeldismanna. 12. desember 2013 07:00
Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04
Stokkseyrarmálið: Vitni segist hafa logið við skýrslutöku Kona sem stödd var í samkvæminu í Breiðholti þar sem árásirnar í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófust, gaf skýrslu eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. 10. desember 2013 15:56