Skotveiðimenn gera það gott á andaveiðum Karl Lúðvíksson skrifar 11. febrúar 2014 19:59 Fín andaveiði var hjá mörgum skyttum um helgina Mynd: Róbert Hlynur Sverrisson Það eru eflaust margir sem bölva vetrinum sem endra nær enda frost, rok og kuldi ekki það veður sem fólk yfirleitt biður um, nema það sé á andaveiðum. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá þeim skyttum sem við höfum heyrt í undanfarna daga og þeir sem voru á veiðum um helgina gerðu flestir fína veiði. Aðstæður eru fínar um allt land og veiðimenn geta valið að veiða í frosti og snjó á norðurlandi eða eingöngu frosti á suðurlandi en bæði þessi skilyrði þykja góð á andaveiðum. Þegar tjarnir og vötn frjósa fer fuglinn á þá staði sem eru íslausir og endar þá oft í fjörunni eða við ármynni renni árnar í stærri fjót. Það er einmitt við þannig skilyrði sem flestir sem við höfum heyrt í voru að veiða við um helgina. Mest er skotið af stokkönd en það sem kemur kannski á óvart er að tveir menn sem skutu á suðurlandi fengu líka fjórar gæsir með ágætri andaveiði og segja þeir fuglinn bæði feitann og vel haldin þrátt fyrir að hafa vetrarsetu hér á landi. Þetta er frábær árstími til að skjóta önd og það kemur nýjum skyttum örugglega á óvart hversu víða góðir andastaðir eru og hversu mikið af önd getur verið á þeim. En þetta krefst smá vinnu í að skoða staði og leita að fuglinum, en það er líka það sem gerir þetta þess virði. Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði
Það eru eflaust margir sem bölva vetrinum sem endra nær enda frost, rok og kuldi ekki það veður sem fólk yfirleitt biður um, nema það sé á andaveiðum. Það er búin að vera mjög góð veiði hjá þeim skyttum sem við höfum heyrt í undanfarna daga og þeir sem voru á veiðum um helgina gerðu flestir fína veiði. Aðstæður eru fínar um allt land og veiðimenn geta valið að veiða í frosti og snjó á norðurlandi eða eingöngu frosti á suðurlandi en bæði þessi skilyrði þykja góð á andaveiðum. Þegar tjarnir og vötn frjósa fer fuglinn á þá staði sem eru íslausir og endar þá oft í fjörunni eða við ármynni renni árnar í stærri fjót. Það er einmitt við þannig skilyrði sem flestir sem við höfum heyrt í voru að veiða við um helgina. Mest er skotið af stokkönd en það sem kemur kannski á óvart er að tveir menn sem skutu á suðurlandi fengu líka fjórar gæsir með ágætri andaveiði og segja þeir fuglinn bæði feitann og vel haldin þrátt fyrir að hafa vetrarsetu hér á landi. Þetta er frábær árstími til að skjóta önd og það kemur nýjum skyttum örugglega á óvart hversu víða góðir andastaðir eru og hversu mikið af önd getur verið á þeim. En þetta krefst smá vinnu í að skoða staði og leita að fuglinum, en það er líka það sem gerir þetta þess virði.
Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði