Ingvar Helgason og Susanne Ostwald fengu góðar viðtökur hjá tískupressunni við haust-og vetrarlínunni 2014.
Hálfíslenska hönnunarteymið Ostwald Helgason þreytti frumraun sína á pöllunum á tískuvikunni í New York um helgina við góðar undirtektir tískupressunnar.
Ingvar Helgason og Susanne Ostwald eru hönnuðirnir á bakvið merkið sem er á hraðri uppleið.
Maya Singer hjá Style.com fer fögrum orðum um línuna og segir greinilegt að Ostwald Helgason sé merki sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum framvegis.