Ferðamenn eyða minna en kortaveltan eykst Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 12:53 VISIR/GETTY Kortavelta ferðamanna jókst um 26,5% á milli ára. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í janúar í fyrra var þessi veltuaukning 56% frá sama mánuði árinu þar áður. Aukninguna má einna helst rekja til fjölgunar ferðamanna en ekki til þess að hver ferðamaður eyði meira en áður. Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman um 10% á milli ára, fór úr 114 þúsund kr. árið 2013 í 103 þúsund í janúar í ár. Þessa þróun má hugsanlega rekja til þess að ferðamenn dvelji hér skemur en áður. Mikil sprenging hefur orðið í sölu innlendra skoðunarferða til erlendra ferðamanna en aukningin nemur 49% á milli ára. Eftirtektarvert er að það er hærri upphæð en ferðamenn greiddu fyrir gistiþjónustu, sem hingað til hefur verið stærri útgjaldaliður. Skoðunarferðir kostuðu ferðamenn um 1,2 milljarða kr. í janúar en gistiþjónustan 963 milljónir. Samkvæmt tölum rannsóknarsetursins voru erlendir ferðamenn þyrstir í íslenska menningu en til dæmis má nefna að velta í janúar í söfnum og galleríum jókst um 64% og á tónleika og í leikhús jókst erlend kortavelta um 46% frá janúar í fyrra. Þó hefur ásókn ferðamanna í innlandsflug dregist saman sem nemur 2% og kortavelta þeirra í sjóflutningar dróst saman um 40%. Það helst í hendur við 37% aukningar kortaveltu hjá bílaleigum landsins milli ára. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Sjá meira
Kortavelta ferðamanna jókst um 26,5% á milli ára. Þetta kemur fram í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í janúar í fyrra var þessi veltuaukning 56% frá sama mánuði árinu þar áður. Aukninguna má einna helst rekja til fjölgunar ferðamanna en ekki til þess að hver ferðamaður eyði meira en áður. Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman um 10% á milli ára, fór úr 114 þúsund kr. árið 2013 í 103 þúsund í janúar í ár. Þessa þróun má hugsanlega rekja til þess að ferðamenn dvelji hér skemur en áður. Mikil sprenging hefur orðið í sölu innlendra skoðunarferða til erlendra ferðamanna en aukningin nemur 49% á milli ára. Eftirtektarvert er að það er hærri upphæð en ferðamenn greiddu fyrir gistiþjónustu, sem hingað til hefur verið stærri útgjaldaliður. Skoðunarferðir kostuðu ferðamenn um 1,2 milljarða kr. í janúar en gistiþjónustan 963 milljónir. Samkvæmt tölum rannsóknarsetursins voru erlendir ferðamenn þyrstir í íslenska menningu en til dæmis má nefna að velta í janúar í söfnum og galleríum jókst um 64% og á tónleika og í leikhús jókst erlend kortavelta um 46% frá janúar í fyrra. Þó hefur ásókn ferðamanna í innlandsflug dregist saman sem nemur 2% og kortavelta þeirra í sjóflutningar dróst saman um 40%. Það helst í hendur við 37% aukningar kortaveltu hjá bílaleigum landsins milli ára.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Sjá meira