Krefjast þess að stjórnvöld stöðvi gjaldtökur á ferðamannastöðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2014 15:54 Dettifoss er einn þeirra ferðamannastaða þar sem hefja á gjaldtöku. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja landeigendur stefna stærstu útflutningsgrein landsins í voða með fyrirhugðum gjaldtökum á ferðamannastöðum. Í tilkynningu frá fimm ferðaskrifstofum segir að undanfarnar vikur hafi hver landeigandinn á fætur öðrum stigið fram og ætli að hefja gjaldtöku við marga af lykilferðamannastöðum Íslands. Forsvarsmennirnir krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust fyriráætlanir landeigenda. Má þar nefna Geysi, Námaskarð, Leirhnjúka, Dettifoss og Látrabjarg. „Með þessu ryðjast landeigendur fram með látum og tillitsleysi við atvinnugreinina, stefna ímynd landsins og áratuga þrotlausu markaðsstarfi í hættu,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að þar að auki virði landeigendur að vettugi þær leikreglur sem gildi í alþjóðlegri ferðaþjónustu, því löngu sé búið að verðleggja og selja stóran hluta hópferða til Íslands árið 2014 og ekki hægt að velta aðgangseyri að svæðunum út í verð ferðanna og þar með yfir á neytendur eftir á. „Það er því ljóst að ef fyrirætlanir landeigenda ná fram að ganga munu íslenskir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur sitja uppi með tugmilljóna tjón sem getur stefnt rekstrargrundvelli þeirra í hættu.“ „Landeigendur ætla auk þess án þess að blikka auga að svipta íslenskan almenning þeim rétti að ferðast um landið hindrunarlaust og láta Íslendinga á ferð um landið sitt greiða aðgangseyri að náttúruperlum.“ Þá segir í tilkynningunni að fáum sé ljósara að aðgerða sé þörf við viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða, en þeim sem hafi að lifibrauði að skipuleggja ferðir um Ísland. Verið sé að vinna að heildstæðri lausn á verndun náttúruperla og uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu allra hagsmunaaðila. „Það gerir framgöngu landeiganda ennþá meira óviðeigandi.“ Einnig segir að óvissuþættir á borð við yfirvofandi skatta og gjöld geti valdið ómældum skaða í sölu og markaðssetningu ferða til Íslands. „Með hagsmuni alls Íslands sem ferðamannalands hljótum við því að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi afdráttarlaust þessar fyrirætlanir landeigenda og gefi tafarlaust út yfirlýsingu þess efnis. Við þurfum vinnufrið til að klára þetta mikilvæga mál þar sem ferðamannalandið Ísland er að veði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ferðaskrifstofan Atlantik – Gunnar Rafn Birgisson Ferðaskrifstofan Snæland Grímsson – Hallgrímur Lárusson Ferðaskrifstofan Terra Nova – Bjarni Hrafn Ingólfsson Ferðaskrifstofan Katla DMI og Katla Travel GmbH – Bjarnheiður Hallsdóttir Viator – Pétur Óskarsson
Tengdar fréttir „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gjaldtaka á náttúrusvæðum var til umræðu. 25. febrúar 2014 19:34
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00
Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum og gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. 25. febrúar 2014 20:00