Svipmynd Markaðarins: Siglir HB Granda inn á Aðalmarkaðinn Haraldur Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2014 09:53 Starfsmenn HB Granda voru að landa ufsa og karfa úr ísfisktogaranum Ottó N. Þorlákssyni þegar Fréttablaðið bar að garði. Vísir/GVA Við erum að gera okkur vonir um að þriðjungur af hlutabréfum félagsins fari í sölu í apríl og að félagið verði í kjölfarið skráð á markað í maí,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um undirbúninginn að skráningu félagsins á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Stjórnendur félagsins og stærstu eigendur tilkynntu í nóvember að þeir hefðu náð samkomulagi um skráninguna. Félagið er nú skráð á First-North-markað Kauphallarinnar en skráning á Aðalmarkað á að auka seljanleika bréfanna og stuðla að dreifðara eignarhaldi. „Annars hafa veiðarnar gengið ágætlega í bolfiskinum en það sama verður ekki sagt um loðnuna eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Hún hefur verið ótrúlega brellin og óvenjulítið um þéttar torfur og veðrið hefur alls ekki hjálpað til,“ segir Vilhjálmur. HB Grandi fékk úthlutað fimmtán þúsund tonna loðnukvóta á þessari vertíð en í fyrra veiddi félagið samtals 85 þúsund tonn. Loðnuvertíðin veldur því að öllum líkindum gríðarlegum vonbrigðum líkt og hjá öðrum fyrirtækjum sem veiða uppsjávarfiskinn. Vilhjálmur byrjaði ungur að vinna í fiskvinnslu og fór fimmtán ára til sjós og sigldi í nítján ár. „Síðan fór ég í land og vann í nokkur ár hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Svo var ég ráðinn til Tanga, sjávarútvegsfyrirtækis sem gerði út togara og uppsjávarskip á Vopnafirði, árið 2000, og var þar skrifstofustjóri og tók síðan við sem framkvæmdastjóri og fylgdi með inn í HB Granda í ársbyrjun 2005 þegar félögin voru sameinuð. Þá sá ég um rekstur uppsjávarveiða og vinnslu,“ segir Vilhjálmur, en hann var ráðinn forstjóri í september 2012. Vilhjálmur lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands, fór þaðan í Stýrimannaskólann og útskrifaðist seinna sem útgerðartæknir frá Tækniskólanum. Hann er giftur Steinunni Ósk Guðmundsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau fjögur börn. „Ég stunda stang- og skotveiði og veiði rjúpu, silung og lax. Síðan held ég með Val og fylgist með enska boltanum. Þar held ég með Liverpool og maður hefði nú getað verið ánægðari með leikinn á sunnudaginn en það fór eins og það fór,“ segir Vilhjálmur og hlær.Magnús Þór RóbertssonMagnús Þór Róbertsson,vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði. „Vilhjálmur er mjög rólegur og yfirvegaður maður. Hann hefur mjög gaman af stangveiði og það er virkilega gaman að fara með honum í veiðiferðir því Vilhjálmi finnst gaman að segja frá því þegar hann er að kljást við fiskana og lýsingarnar hjá honum eru oft skemmtilegar. Hann er óskaplega þægilegur yfirmaður og það er gott að vinna með honum og undir hans stjórn. Hann er sanngjarn og tekur tillit til skoðana annarra og treystir sínum mönnum vel.“Svavar SvavarssonSvavar Svavarsson,yfirmaður viðskiptaþróunar HB Granda. „Frá því að Vilhjálmur tók við sem forstjóri hefur hann sett mikið af nýjum hlutum í gang. Hann er fylginn sér í að gera góðar breytingar og á ekki bara auðvelt með að vinna með okkur yfirstjórnendunum heldur hefur hann einnig gert sér far um að hitta hvern einasta starfshóp í fyrirtækinu, hverja einustu áhöfn, en við erum með ellefu skip og allar þessar vinnslur á þremur stöðum á landinu. Ég fékk að taka þátt í einni syrpu með honum og það var mjög áhugavert.“ Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Sjá meira
Við erum að gera okkur vonir um að þriðjungur af hlutabréfum félagsins fari í sölu í apríl og að félagið verði í kjölfarið skráð á markað í maí,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um undirbúninginn að skráningu félagsins á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Stjórnendur félagsins og stærstu eigendur tilkynntu í nóvember að þeir hefðu náð samkomulagi um skráninguna. Félagið er nú skráð á First-North-markað Kauphallarinnar en skráning á Aðalmarkað á að auka seljanleika bréfanna og stuðla að dreifðara eignarhaldi. „Annars hafa veiðarnar gengið ágætlega í bolfiskinum en það sama verður ekki sagt um loðnuna eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Hún hefur verið ótrúlega brellin og óvenjulítið um þéttar torfur og veðrið hefur alls ekki hjálpað til,“ segir Vilhjálmur. HB Grandi fékk úthlutað fimmtán þúsund tonna loðnukvóta á þessari vertíð en í fyrra veiddi félagið samtals 85 þúsund tonn. Loðnuvertíðin veldur því að öllum líkindum gríðarlegum vonbrigðum líkt og hjá öðrum fyrirtækjum sem veiða uppsjávarfiskinn. Vilhjálmur byrjaði ungur að vinna í fiskvinnslu og fór fimmtán ára til sjós og sigldi í nítján ár. „Síðan fór ég í land og vann í nokkur ár hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Svo var ég ráðinn til Tanga, sjávarútvegsfyrirtækis sem gerði út togara og uppsjávarskip á Vopnafirði, árið 2000, og var þar skrifstofustjóri og tók síðan við sem framkvæmdastjóri og fylgdi með inn í HB Granda í ársbyrjun 2005 þegar félögin voru sameinuð. Þá sá ég um rekstur uppsjávarveiða og vinnslu,“ segir Vilhjálmur, en hann var ráðinn forstjóri í september 2012. Vilhjálmur lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands, fór þaðan í Stýrimannaskólann og útskrifaðist seinna sem útgerðartæknir frá Tækniskólanum. Hann er giftur Steinunni Ósk Guðmundsdóttur þroskaþjálfa og eiga þau fjögur börn. „Ég stunda stang- og skotveiði og veiði rjúpu, silung og lax. Síðan held ég með Val og fylgist með enska boltanum. Þar held ég með Liverpool og maður hefði nú getað verið ánægðari með leikinn á sunnudaginn en það fór eins og það fór,“ segir Vilhjálmur og hlær.Magnús Þór RóbertssonMagnús Þór Róbertsson,vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði. „Vilhjálmur er mjög rólegur og yfirvegaður maður. Hann hefur mjög gaman af stangveiði og það er virkilega gaman að fara með honum í veiðiferðir því Vilhjálmi finnst gaman að segja frá því þegar hann er að kljást við fiskana og lýsingarnar hjá honum eru oft skemmtilegar. Hann er óskaplega þægilegur yfirmaður og það er gott að vinna með honum og undir hans stjórn. Hann er sanngjarn og tekur tillit til skoðana annarra og treystir sínum mönnum vel.“Svavar SvavarssonSvavar Svavarsson,yfirmaður viðskiptaþróunar HB Granda. „Frá því að Vilhjálmur tók við sem forstjóri hefur hann sett mikið af nýjum hlutum í gang. Hann er fylginn sér í að gera góðar breytingar og á ekki bara auðvelt með að vinna með okkur yfirstjórnendunum heldur hefur hann einnig gert sér far um að hitta hvern einasta starfshóp í fyrirtækinu, hverja einustu áhöfn, en við erum með ellefu skip og allar þessar vinnslur á þremur stöðum á landinu. Ég fékk að taka þátt í einni syrpu með honum og það var mjög áhugavert.“
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Sjá meira