Innlent

„Þau ljúga og ljúga og ljúga“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Björn Valur segir það taka töluverðan tíma að semja svona þingsályktunartillögu.
Björn Valur segir það taka töluverðan tíma að semja svona þingsályktunartillögu.
„Þessi þingsályktunartillaga hefur örugglega legið fyrir lengi og Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla skipti stjórnarflokkana greinilega engu máli,“ segir Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður og formaður fjárlaganefndar fyrir Vinstri græna, í samtali við Vísi.

Hann segir það taka töluverðan tíma að semja svona þingsályktunartillögu. „Það þarf að fjalla um svona mál í ráðuneytum og það þarf að huga sérstaklega að orðalagi. Það er langt ferli að semja svona tillögu og það er alveg ljóst að sú vinna hefur hafist áður en skýrsla Hagfræðistofnunar kom út,“ segir Björn Valur.

Björn Valur gagnrýndi stjórnarflokkana harðlega á bloggsíðu sinni í gær. Hann vitnaði í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra, sem lét eftirfarandi orð falla á þingi í september:

„Jafnframt standa yfir viðræður við óháða háskólastofnun, nánar tiltekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, um gerð þeirrar úttektar sem boðuð var. Hagfræðistofnun mun án efa leita fanga víða, innanlands sem utan, við vinnslu sinnar skýrslu. Sú úttekt verður svo tekin til umræðu hér í þinginu og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð en málefnaleg og rökföst umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég til þess.“

Í bloggfærslunni lét Björn Valur þessi orð fylgja: Það þýðir því að ríkisstjórnin laug að þjóðinni. Það stóð aldrei annað til en að slíta viðræðunum, sama hvað hefði komið frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Það átti aldrei að taka málefnalega og rökfasta umræðu um málið.

Eina sem stenst af þessu er að ráðherrann hlakkaði til.


Tengdar fréttir

Dulin hótun forsætisráðherra

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun.

Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB

„Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson

Segir ríkisstjórnina taka málstað einræðisherra og drullusokka

"Ef ríkisstjórnin er orðin svona skökk í hausnum að hún taki málsstað einræðisherra og drullusokka vítt og breitt um heiminn frekar en að standa með okkar nágrannaþjóðum og skynja hvað þær eru að hugsa, þá erum við í vondum málum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun.

„Svona líta svikarar út“

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera svikara.

Þingflokksfundur um viðræðuslit

Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×