Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 70-78 | Haukar bikarmeistarar í sjötta sinn Daníel Rúnarsson í Laugardalshöll skrifar 22. febrúar 2014 12:45 Haukarnir lyfta bikarnum. Vísir/Daníel Haukar tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með átta stiga sigri á deildarmeisturum Snæfells, 78-70 í Laugardalshöll í dag. Snæfell byrjaði leikinn mun betur en Haukastúlkur voru sex stigum yfir í hálfleik og áttu svör við öllu sem deildarmeistararnir gerðu í dag. Lele Hardy átti magnaðan leik fyrir Hauka en hún skoraði 44 stig og tók 14 fráköst. Hún var lykilmaður á lokamínútnum og á hvað stærstan þátt í sigri liðsins. Chynna Brown var einnig frábær í liði Snæfells og skoraði 31 stig og tók 9 fráköst. Snæfellingar mættu til leiks af miklum krafti og virtust ekki láta taugarnar ná til sín þrátt fyrir möguleikann á að ná í fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Flest skot liðsins rötuðu sína leið og þær náðu fljótt þægilegu forskoti, 10-4. Hjá Haukum gekk allt á afturfótunum og þrátt fyrir að taka fjölda sóknarfrákasta tókst liðinu afar illa að koma boltanum í körfuna þrátt fyrir að fá ítrekað opin skot. Snæfell leiddi 21-11 við lok fyrsta leikhluta. Hvorugu liðinu tókst að skora úr þriggja stiga skoti þrátt fyrir samanlagt 11 skottilraunir. Taflið snérist algjörlega við í öðrum leikhluta. Vörn Snæfellinga gaf eftir, þær fóru að pirra sig á dómurunum og Haukar gengu á lagið. Með Lele Hardy í ofurham tókst Hafnfirðingum að taka forystuna í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 27-28. Á sama tíma og Lele Hardy virtist ekki geta klúðrað skoti fyrir Hauka-liðið gat Chynnah Brown ekki keypt sér körfu, hitti ekki úr einu einasta skoti í opnum leik eftir að hafa nýtt hvert einasta skot í fyrsta leikhluta. Svo fór að lokum að Haukar unnu leikhlutann 30-14 og staðan því 41-35 í hálfleik, Haukum í vil. Töluvert hægði á stigaskorun í þriðja leikhluta og ljóst að þjálfarar liðanna hafa farið vel yfir varnarleikinn í hálfleiknum. Liðin skiptust á að skora og Haukum tókst að viðhalda forskoti sínu. Undir lok leikhlutans fór pressuvörn Snæfellinga að trufla sóknarleik Hauka töluvert. Þær héldu þó sínu striki og luku leikhlutanum með fimm stiga forystu, 54-59. Lokaleikhlutinn einkenndist af því að bikarinn var undir. Liðin hertu enn frekar á varnarleiknum og leikmenn þurftu að berjast fyrir hverjum einasta lausa bolta. Lele Hardy hélt uppteknum hætti og setti niður afskaplega mikilvægar körfur fyrir Hauka. Þegar skammt lifði leiks brugðu Snæfellingar á það gamalkunna ráð að senda liðið sem leiðir leikinn á vítalínuna. Haukar stóðust pressuna af vítalínunni og kórónaði Lele Hardy þar stórkostlegan leik sinn. Lokatölur 78-70 fyrir bikarmeisturum Hauka sem fögnuðu titlinum vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn sína.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Hardy sú besta í sögunni Þrátt fyrir að hafa fengið yfir sig fleiri lítra af vatni úr brúsum liðsmanna sinna í fagnaðarlátunum eftir leik var Bjarni Magnússon þjálfari Hauka gríðarlega ánægður þegar blaðamaður Vísis náði tal af honum eftir leik. "Þetta var alveg frábært. Snæfellsliðið hitti ótrúlega í fyrsta leikhluta en við panikkuðum ekkert. Vorum að taka mörg sóknarfráköst en hittum bara ekkert. Gátum ekki keypt okkur körfu. Sem betur fer fórum við að hitta strax í öðrum leikhluta og þá kom trúin á að við gætum unnið leikinn. Í framhaldinu batnaði varnarleikurinn mikið og við fórum að fá auðveldar körfur og það var það sem tryggði okkur sigurinn í dag." sagði sigurreifur Bjarni. Lele Hardy átti enn einn stórleikinn í dag og tryggði, að öðrum ólöstuðum, sínu liði bikarmeistaratitilinn. Er hún sú besta sem spilað hefur hér á landi? "Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag." sagði Bjarni að lokum.Lele Hardy, leikmaður Hauka: Alveg sama um einstaklingsverðlaun Lele Hardy var valin mikilvægasti leikmaður leiksins og átti það skuldlaust. "Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna. Eftir það fóru hlutirnir að ganga betur. Mér er alveg sama um hver sé mikilvægasti leikmaðurinn. Það sem skiptir mig máli er að við spiluðum eins og lið og unnum bikarinn. Allt annað skiptir ekki máli." sagði Hardy. Lele Hardy er af mörgum talin sú allra besta sem leikið hefur í efstu deild kvenna hér á landi. Telja margir að hún sé einfaldlega of góð fyrir íslensku deildina. Hvað finnst henni um slíka dóma og mun hún leika á Íslandi á næsta tímabili? "Ég verð ekki dómari í eigin sök, leyfi öðrum að tala um það. Allt getur gerst, ég hef ýmsa möguleika en ég mun bíða þangað til eftir tímabilið með að taka ákvörðun um næsta tímabil." sagði þessi ótrúlegi íþróttamaður að lokum.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: Hardy er alltof góð fyrir Ísland Ingi var að vonum svekktur i leikslok. "Við fórum vel af stað og hittum frábærlega í fyrsta leikhluta en svo var það bara búið. Áttum hræðilegan annan fjórðung og fengum ekki það framlag sem við þurftum frá mörgum af lykilmönnum liðsins." sagði Ingi. Lele Hardy fór fyrir liði Hauka í dag og virtust Snæfellingar engin svör eiga við hennar leik. "Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri könum í karladeildinni. Hún þarf að skoða sín umboðsmannamál því hún ætti fyrir löngu síðan að vera komin í miklu betri deild." bætti Ingi við að lokum.Snæfell-Haukar 70-78 (21-11, 14-30, 19-18, 16-19)Snæfell: Chynna Unique Brown 31/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 18/12 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/11 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Haukar: Lele Hardy 44/14 fráköst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 0/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Leik lokið | Snæfell 70-78: Haukar eru bikarmeistarar 2014. Lele Hardy fór hreinlega á kostum á lokamínútum eins og bara allan leikinn.4. leikhl. | 1 mín eftir | Snæfell 67-73 Haukar: Mögnuð karfa frá Lele Hardy og Haukar ná sex stiga forskoti þegar rétt tæp mínúta er eftir.4. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 63-69 Haukar: Lele Hardy í ofurham fyrir Hauka. Fimm stig í röð frá henni og Haukar ná aftur 6 stiga forystu.4. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 58-64 Haukar: Íris Sverrisdóttir með þrist fyrir Hauka. Nú eru taugar leikmanna þandar og svo virðist sem áhorfendur séu svipað stressaðir og þeir sem inni á vellinum eru. Lokamínútur leiksins framundan og spennan mikil.3. leikhl. | Lokið | Snæfell 54-59 Haukar: Snæfellingar beittu pressuvörn upp allan völlinn sem virtist riðla sóknarleik Hauka. Haukar leiða þó enn að loknum þriðja leikhluta.3. leikhl. | 4 mín eftir | Snæfell 48-53 Haukar: Hefur hægt á stigaskoruninni og liðin spila þéttari varnarleik.3. leikhl. | 7 mín eftir | Snæfell 46-49 Haukar: Liðin skiptast á þriggja stiga skotum í upphafi seinni hálfleiks, áhorfendum leiðist það ekkert sérstaklega.Í hálfleik: Ótrúlegar sveiflur á milli fyrsta og annars leikhluta. Lele Hardy átti erfitt með að skora í fyrsta leikhluta en setti allt niður í öðrum leikhluta. Algjörlega öfugt við Chynna Brownn í liði Snæfells sem nýtti öll sín skot í fyrsta leikhluta en setti einungis vítaskotin niður í öðrum. Þessir tveir leikmenn eru ótrúlega mikilvægir fyrir sín lið og því verður fróðlegt að sjá hvernig þjálfarar liðanna bregðast við í hálfleik.2. leikhl. | Lokið | Snæfell 35-41 Haukar: Haukar spiluðu seinni hluta leikhlutans stórkostlega og Snæfellingar áttu engin svör. Að lokum vinna Haukar leikhlutann með 30 stigum gegn 14 og leiða nú leikinn með 6 stigum.2. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 27-28 Haukar: Ótrúlegur viðsnúningur á stuttum tíma. Gunnhildur Gunnarsdóttir setur niður sniðskot úr hraðaupphlaupi og Haukar eru komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum.2. leikhl. | 4 mín eftir | Snæfell 24-22 Haukar: Frábær leikkafli hjá Haukum. Margrét Rósa með þriggja stiga skot, Jóhanna Björk og Lele Hardy bættu síðan 2 stigum við hvor.2. leikhl. | 6 mín eftir | Snæfell 24-18 Haukar: Chynna Brown sýnir áhorfendum að hún er mannleg og klikkar á stuttu skoti. 15 stig komin frá henni þó enn séu 6 mínútur eftir af fyrri hálfleik. Frábær byrjun.2. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 21-15 Haukar: Lele Hardy er vöknuð. Eftir að hafa nýtt aðeins 3 af 10 skotum sínum í teignum í fyrsta leikhluta opnar hún annan leikhluta með körfu og stoðsendingu. 4 stig í röð frá Haukum og staðan lítur betur út fyrir þá.1. leikhl. | Lokið | Snæfell 21-11 Haukar: Snæfellingar miklu betri í fyrsta leikhluta. Taugarnar eitthvað að stríða Haukum sem klúðra opnum skotum trekk í trekk. Í liði Snæfells er Chynna Brown í algjörum sérflokki með 12 stig og hefur ekki enn brennt af skoti. (5/5 í teignum, 2/2 í vítaskotum).1. leikhl. | 1 mín eftir | Snæfell 17-9 Haukar: Lele Hardy með tvö sóknarfráköst í röð, tekst að lokum að koma boltanum í körfuna og fær vítaskot að auki. Mikilvægt fyrir Hauka.1. leikhl. | 2 mín eftir | Snæfell 17-6 Haukar: Enn hitta Snæfellingar úr sínum skotum og Haukar klikka. Þetta endar með ósköpum ef rauðklæddir Hafnfirðingar fara ekki að hitta í körfuna. Út á það gengur nú leikurinn.1. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 13-6 Haukar: Snæfellingar hafa hitt úr öllum fimm skotum sínum í teignum á meðan Haukar hafa einungis nýtt 3 af 12 skotum.1. leikhl. | 5 mín eftir | Snæfell 10-6 Haukar: Haukastúlkur eru að fara illa að ráði sínu í sókninni. Það vantar þó ekkert uppá baráttuna og á henni er hægt að fara langt í bikarúrslitaleikjum.1. leikhl. | 7 mín eftir | Snæfell 8-4 Haukar: Lele Hardy með sinn annan stolna bolta fyrir Hauka efir aðeins rétt rúmar tvær mínútur. Það verður lykilatriði fyrir Snæfellinga að stöðva hana hér í dag.1. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 4-2 Haukar: Mikil barátta á fyrstu mínútum leiksins en Snæfellingar hafa tekið forystuna.Fyrir leik: Þá hafa leikmenn, áhorfendur og dómarar hlýtt á hinn fagra þjóðsöng okkar Íslendinga. Leikmenn taka nokkra loka upphitunarspretti og fínstilla miðið. Þetta er stærsti leikur sem margir þeirra leikmanna sem nú hlaupa um gólfið hafa spilað og ljóst að einbeitingin er í hámarki. Megi betra liðið vinna!Fyrir leik: Leikmenn karlaliðs Snæfells eru mættir í stúkuna og fara fyrir stuðningsmönnum Snæfells með gleði og söng. Mikill sómi að þeim stuðningi sem þeir sýna félögum sínum í kvennaliði Snæfells. Það eru umtalsvert fleiri á bandi Snæfells í stúkunni nú þegar um 20 mínútur eru til leiks, spurning hvort strætó hafi eitthvað seinkað úr Hafnarfirðinum.Fyrir leik: Það er einfalt mál að fara yfir helstu tölfræði leikmanna í Haukaliðinu. Þar trónir drottning íslensks körfubolta yfir liðsfélögum sínum. Lele Hardy leiðir lið sitt í öllum flokkum í Powerade-bikarnum. 26 stig, 29 fráköst og 4 stoðsendingar. Þetta gerir framlag upp á 40,0. Það jafngildir því að fá 13 í einkunn, þar sem hæst er gefið 10. Ótrúlegur íþróttamaður og ætti í raun að rukka áhorfendur sérstaklega fyrir að fá að fylgjast með henni að störfum hér í dag.Fyrir leik: Leið Hauka í úrslitaleikinn var einnig sannfærandi. Hafnfirðingar sátu hjá í 16-liða úrslitum en slógu lið Fjölnis sannfærandi úr keppni í 8-lilða úrsiltum, 87-45. Í undanúrslitum mættu þær síðan sterku liði Keflavíkur og tókst að knýja fram 10 stiga sigur sem tryggði þeim farmiðann hingaði í Laugardalshöll í dag.Fyrir leik: Erlendi leikmaður Snæfells, Chynna Brown, leiðir liðið í stigaskorun í Poweradebikarnum með rúm 26 stig að meðaltali. Nöfnurnar Hildur Björg og Hildur Sigurðardóttir hafa síðan séð um fráköst og stoðsendingar, Hildur Björg með rúm 10 fráköst í leik og Hildur Sigurðardóttir með 9 stoðsendingar að meðaltali.Fyrir leik: Snæfellingar fóru allt að því létt með andstæðinga sína á leið sinni í úrslitaleikinn hér í dag. Í 16-liða úrslitum slógu þær út lið Tindastóls með tæplega 50 stiga mun. Valur var þeim lítil fyrirstaða í 8-liða úrslitum en leikur liðanna fór 86-72. Í undanúrslitum gjörsigruðu Snæfellskonur síðan lið KR á heimavelli, 88-61.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00 Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30 Guðrún hefur unnið bikarinn í öll fjögur skipti sín í Höllinni Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka, á möguleika á því að verða bikarmeistari í fimmta sinn í dag þegar Haukar mæta Snæfelli í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta. 22. febrúar 2014 07:00 Guðrún Ósk: Ætlum að njóta þess að leik til úrslita Guðrún Ósk Ámundadóttir segir leikmenn Hauka vel stemmda fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Snæfelli í dag. 22. febrúar 2014 08:30 Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Haukar tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með átta stiga sigri á deildarmeisturum Snæfells, 78-70 í Laugardalshöll í dag. Snæfell byrjaði leikinn mun betur en Haukastúlkur voru sex stigum yfir í hálfleik og áttu svör við öllu sem deildarmeistararnir gerðu í dag. Lele Hardy átti magnaðan leik fyrir Hauka en hún skoraði 44 stig og tók 14 fráköst. Hún var lykilmaður á lokamínútnum og á hvað stærstan þátt í sigri liðsins. Chynna Brown var einnig frábær í liði Snæfells og skoraði 31 stig og tók 9 fráköst. Snæfellingar mættu til leiks af miklum krafti og virtust ekki láta taugarnar ná til sín þrátt fyrir möguleikann á að ná í fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Flest skot liðsins rötuðu sína leið og þær náðu fljótt þægilegu forskoti, 10-4. Hjá Haukum gekk allt á afturfótunum og þrátt fyrir að taka fjölda sóknarfrákasta tókst liðinu afar illa að koma boltanum í körfuna þrátt fyrir að fá ítrekað opin skot. Snæfell leiddi 21-11 við lok fyrsta leikhluta. Hvorugu liðinu tókst að skora úr þriggja stiga skoti þrátt fyrir samanlagt 11 skottilraunir. Taflið snérist algjörlega við í öðrum leikhluta. Vörn Snæfellinga gaf eftir, þær fóru að pirra sig á dómurunum og Haukar gengu á lagið. Með Lele Hardy í ofurham tókst Hafnfirðingum að taka forystuna í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 27-28. Á sama tíma og Lele Hardy virtist ekki geta klúðrað skoti fyrir Hauka-liðið gat Chynnah Brown ekki keypt sér körfu, hitti ekki úr einu einasta skoti í opnum leik eftir að hafa nýtt hvert einasta skot í fyrsta leikhluta. Svo fór að lokum að Haukar unnu leikhlutann 30-14 og staðan því 41-35 í hálfleik, Haukum í vil. Töluvert hægði á stigaskorun í þriðja leikhluta og ljóst að þjálfarar liðanna hafa farið vel yfir varnarleikinn í hálfleiknum. Liðin skiptust á að skora og Haukum tókst að viðhalda forskoti sínu. Undir lok leikhlutans fór pressuvörn Snæfellinga að trufla sóknarleik Hauka töluvert. Þær héldu þó sínu striki og luku leikhlutanum með fimm stiga forystu, 54-59. Lokaleikhlutinn einkenndist af því að bikarinn var undir. Liðin hertu enn frekar á varnarleiknum og leikmenn þurftu að berjast fyrir hverjum einasta lausa bolta. Lele Hardy hélt uppteknum hætti og setti niður afskaplega mikilvægar körfur fyrir Hauka. Þegar skammt lifði leiks brugðu Snæfellingar á það gamalkunna ráð að senda liðið sem leiðir leikinn á vítalínuna. Haukar stóðust pressuna af vítalínunni og kórónaði Lele Hardy þar stórkostlegan leik sinn. Lokatölur 78-70 fyrir bikarmeisturum Hauka sem fögnuðu titlinum vel og innilega fyrir framan stuðningsmenn sína.Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka: Hardy sú besta í sögunni Þrátt fyrir að hafa fengið yfir sig fleiri lítra af vatni úr brúsum liðsmanna sinna í fagnaðarlátunum eftir leik var Bjarni Magnússon þjálfari Hauka gríðarlega ánægður þegar blaðamaður Vísis náði tal af honum eftir leik. "Þetta var alveg frábært. Snæfellsliðið hitti ótrúlega í fyrsta leikhluta en við panikkuðum ekkert. Vorum að taka mörg sóknarfráköst en hittum bara ekkert. Gátum ekki keypt okkur körfu. Sem betur fer fórum við að hitta strax í öðrum leikhluta og þá kom trúin á að við gætum unnið leikinn. Í framhaldinu batnaði varnarleikurinn mikið og við fórum að fá auðveldar körfur og það var það sem tryggði okkur sigurinn í dag." sagði sigurreifur Bjarni. Lele Hardy átti enn einn stórleikinn í dag og tryggði, að öðrum ólöstuðum, sínu liði bikarmeistaratitilinn. Er hún sú besta sem spilað hefur hér á landi? "Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag." sagði Bjarni að lokum.Lele Hardy, leikmaður Hauka: Alveg sama um einstaklingsverðlaun Lele Hardy var valin mikilvægasti leikmaður leiksins og átti það skuldlaust. "Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna. Eftir það fóru hlutirnir að ganga betur. Mér er alveg sama um hver sé mikilvægasti leikmaðurinn. Það sem skiptir mig máli er að við spiluðum eins og lið og unnum bikarinn. Allt annað skiptir ekki máli." sagði Hardy. Lele Hardy er af mörgum talin sú allra besta sem leikið hefur í efstu deild kvenna hér á landi. Telja margir að hún sé einfaldlega of góð fyrir íslensku deildina. Hvað finnst henni um slíka dóma og mun hún leika á Íslandi á næsta tímabili? "Ég verð ekki dómari í eigin sök, leyfi öðrum að tala um það. Allt getur gerst, ég hef ýmsa möguleika en ég mun bíða þangað til eftir tímabilið með að taka ákvörðun um næsta tímabil." sagði þessi ótrúlegi íþróttamaður að lokum.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: Hardy er alltof góð fyrir Ísland Ingi var að vonum svekktur i leikslok. "Við fórum vel af stað og hittum frábærlega í fyrsta leikhluta en svo var það bara búið. Áttum hræðilegan annan fjórðung og fengum ekki það framlag sem við þurftum frá mörgum af lykilmönnum liðsins." sagði Ingi. Lele Hardy fór fyrir liði Hauka í dag og virtust Snæfellingar engin svör eiga við hennar leik. "Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri könum í karladeildinni. Hún þarf að skoða sín umboðsmannamál því hún ætti fyrir löngu síðan að vera komin í miklu betri deild." bætti Ingi við að lokum.Snæfell-Haukar 70-78 (21-11, 14-30, 19-18, 16-19)Snæfell: Chynna Unique Brown 31/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 18/12 fráköst/3 varin skot, Hildur Sigurðardóttir 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/11 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Haukar: Lele Hardy 44/14 fráköst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 2/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 0/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Leik lokið | Snæfell 70-78: Haukar eru bikarmeistarar 2014. Lele Hardy fór hreinlega á kostum á lokamínútum eins og bara allan leikinn.4. leikhl. | 1 mín eftir | Snæfell 67-73 Haukar: Mögnuð karfa frá Lele Hardy og Haukar ná sex stiga forskoti þegar rétt tæp mínúta er eftir.4. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 63-69 Haukar: Lele Hardy í ofurham fyrir Hauka. Fimm stig í röð frá henni og Haukar ná aftur 6 stiga forystu.4. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 58-64 Haukar: Íris Sverrisdóttir með þrist fyrir Hauka. Nú eru taugar leikmanna þandar og svo virðist sem áhorfendur séu svipað stressaðir og þeir sem inni á vellinum eru. Lokamínútur leiksins framundan og spennan mikil.3. leikhl. | Lokið | Snæfell 54-59 Haukar: Snæfellingar beittu pressuvörn upp allan völlinn sem virtist riðla sóknarleik Hauka. Haukar leiða þó enn að loknum þriðja leikhluta.3. leikhl. | 4 mín eftir | Snæfell 48-53 Haukar: Hefur hægt á stigaskoruninni og liðin spila þéttari varnarleik.3. leikhl. | 7 mín eftir | Snæfell 46-49 Haukar: Liðin skiptast á þriggja stiga skotum í upphafi seinni hálfleiks, áhorfendum leiðist það ekkert sérstaklega.Í hálfleik: Ótrúlegar sveiflur á milli fyrsta og annars leikhluta. Lele Hardy átti erfitt með að skora í fyrsta leikhluta en setti allt niður í öðrum leikhluta. Algjörlega öfugt við Chynna Brownn í liði Snæfells sem nýtti öll sín skot í fyrsta leikhluta en setti einungis vítaskotin niður í öðrum. Þessir tveir leikmenn eru ótrúlega mikilvægir fyrir sín lið og því verður fróðlegt að sjá hvernig þjálfarar liðanna bregðast við í hálfleik.2. leikhl. | Lokið | Snæfell 35-41 Haukar: Haukar spiluðu seinni hluta leikhlutans stórkostlega og Snæfellingar áttu engin svör. Að lokum vinna Haukar leikhlutann með 30 stigum gegn 14 og leiða nú leikinn með 6 stigum.2. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 27-28 Haukar: Ótrúlegur viðsnúningur á stuttum tíma. Gunnhildur Gunnarsdóttir setur niður sniðskot úr hraðaupphlaupi og Haukar eru komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum.2. leikhl. | 4 mín eftir | Snæfell 24-22 Haukar: Frábær leikkafli hjá Haukum. Margrét Rósa með þriggja stiga skot, Jóhanna Björk og Lele Hardy bættu síðan 2 stigum við hvor.2. leikhl. | 6 mín eftir | Snæfell 24-18 Haukar: Chynna Brown sýnir áhorfendum að hún er mannleg og klikkar á stuttu skoti. 15 stig komin frá henni þó enn séu 6 mínútur eftir af fyrri hálfleik. Frábær byrjun.2. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 21-15 Haukar: Lele Hardy er vöknuð. Eftir að hafa nýtt aðeins 3 af 10 skotum sínum í teignum í fyrsta leikhluta opnar hún annan leikhluta með körfu og stoðsendingu. 4 stig í röð frá Haukum og staðan lítur betur út fyrir þá.1. leikhl. | Lokið | Snæfell 21-11 Haukar: Snæfellingar miklu betri í fyrsta leikhluta. Taugarnar eitthvað að stríða Haukum sem klúðra opnum skotum trekk í trekk. Í liði Snæfells er Chynna Brown í algjörum sérflokki með 12 stig og hefur ekki enn brennt af skoti. (5/5 í teignum, 2/2 í vítaskotum).1. leikhl. | 1 mín eftir | Snæfell 17-9 Haukar: Lele Hardy með tvö sóknarfráköst í röð, tekst að lokum að koma boltanum í körfuna og fær vítaskot að auki. Mikilvægt fyrir Hauka.1. leikhl. | 2 mín eftir | Snæfell 17-6 Haukar: Enn hitta Snæfellingar úr sínum skotum og Haukar klikka. Þetta endar með ósköpum ef rauðklæddir Hafnfirðingar fara ekki að hitta í körfuna. Út á það gengur nú leikurinn.1. leikhl. | 3 mín eftir | Snæfell 13-6 Haukar: Snæfellingar hafa hitt úr öllum fimm skotum sínum í teignum á meðan Haukar hafa einungis nýtt 3 af 12 skotum.1. leikhl. | 5 mín eftir | Snæfell 10-6 Haukar: Haukastúlkur eru að fara illa að ráði sínu í sókninni. Það vantar þó ekkert uppá baráttuna og á henni er hægt að fara langt í bikarúrslitaleikjum.1. leikhl. | 7 mín eftir | Snæfell 8-4 Haukar: Lele Hardy með sinn annan stolna bolta fyrir Hauka efir aðeins rétt rúmar tvær mínútur. Það verður lykilatriði fyrir Snæfellinga að stöðva hana hér í dag.1. leikhl. | 8 mín eftir | Snæfell 4-2 Haukar: Mikil barátta á fyrstu mínútum leiksins en Snæfellingar hafa tekið forystuna.Fyrir leik: Þá hafa leikmenn, áhorfendur og dómarar hlýtt á hinn fagra þjóðsöng okkar Íslendinga. Leikmenn taka nokkra loka upphitunarspretti og fínstilla miðið. Þetta er stærsti leikur sem margir þeirra leikmanna sem nú hlaupa um gólfið hafa spilað og ljóst að einbeitingin er í hámarki. Megi betra liðið vinna!Fyrir leik: Leikmenn karlaliðs Snæfells eru mættir í stúkuna og fara fyrir stuðningsmönnum Snæfells með gleði og söng. Mikill sómi að þeim stuðningi sem þeir sýna félögum sínum í kvennaliði Snæfells. Það eru umtalsvert fleiri á bandi Snæfells í stúkunni nú þegar um 20 mínútur eru til leiks, spurning hvort strætó hafi eitthvað seinkað úr Hafnarfirðinum.Fyrir leik: Það er einfalt mál að fara yfir helstu tölfræði leikmanna í Haukaliðinu. Þar trónir drottning íslensks körfubolta yfir liðsfélögum sínum. Lele Hardy leiðir lið sitt í öllum flokkum í Powerade-bikarnum. 26 stig, 29 fráköst og 4 stoðsendingar. Þetta gerir framlag upp á 40,0. Það jafngildir því að fá 13 í einkunn, þar sem hæst er gefið 10. Ótrúlegur íþróttamaður og ætti í raun að rukka áhorfendur sérstaklega fyrir að fá að fylgjast með henni að störfum hér í dag.Fyrir leik: Leið Hauka í úrslitaleikinn var einnig sannfærandi. Hafnfirðingar sátu hjá í 16-liða úrslitum en slógu lið Fjölnis sannfærandi úr keppni í 8-lilða úrsiltum, 87-45. Í undanúrslitum mættu þær síðan sterku liði Keflavíkur og tókst að knýja fram 10 stiga sigur sem tryggði þeim farmiðann hingaði í Laugardalshöll í dag.Fyrir leik: Erlendi leikmaður Snæfells, Chynna Brown, leiðir liðið í stigaskorun í Poweradebikarnum með rúm 26 stig að meðaltali. Nöfnurnar Hildur Björg og Hildur Sigurðardóttir hafa síðan séð um fráköst og stoðsendingar, Hildur Björg með rúm 10 fráköst í leik og Hildur Sigurðardóttir með 9 stoðsendingar að meðaltali.Fyrir leik: Snæfellingar fóru allt að því létt með andstæðinga sína á leið sinni í úrslitaleikinn hér í dag. Í 16-liða úrslitum slógu þær út lið Tindastóls með tæplega 50 stiga mun. Valur var þeim lítil fyrirstaða í 8-liða úrslitum en leikur liðanna fór 86-72. Í undanúrslitum gjörsigruðu Snæfellskonur síðan lið KR á heimavelli, 88-61.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00 Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30 Guðrún hefur unnið bikarinn í öll fjögur skipti sín í Höllinni Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka, á möguleika á því að verða bikarmeistari í fimmta sinn í dag þegar Haukar mæta Snæfelli í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta. 22. febrúar 2014 07:00 Guðrún Ósk: Ætlum að njóta þess að leik til úrslita Guðrún Ósk Ámundadóttir segir leikmenn Hauka vel stemmda fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Snæfelli í dag. 22. febrúar 2014 08:30 Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00 Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Tvö geta fengið bikarmeistaratitil í afmælisgjöf í dag? Tveir leikmenn í bikarúrslitaleikjum dagsins í körfuboltanum halda upp á afmælið sitt í dag en þá fara fram úrslitaleikirnir í Poweradebikar karla og kvenna. Snæfell mætir Haukum í bikarúrslitaleik kvenna en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn. 22. febrúar 2014 10:00
Sveinbjörn: Ætlum heim í Breiðholtið með bikarinn "Við vorum ekki flottir fyrir áramót,“ sagði Sveinbjörn Claessen, fyrirliði ÍR sem mætir Grindavík í úrslitum bikarkeppni karla í dag. 22. febrúar 2014 07:30
Guðrún hefur unnið bikarinn í öll fjögur skipti sín í Höllinni Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði kvennaliðs Hauka, á möguleika á því að verða bikarmeistari í fimmta sinn í dag þegar Haukar mæta Snæfelli í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta. 22. febrúar 2014 07:00
Guðrún Ósk: Ætlum að njóta þess að leik til úrslita Guðrún Ósk Ámundadóttir segir leikmenn Hauka vel stemmda fyrir bikarúrslitaleiknum gegn Snæfelli í dag. 22. febrúar 2014 08:30
Komast Sverrir og Ingi í góðan hóp? Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eiga báðir möguleika á því að komast í fámennan hóp geri þeir lið sín að bikarmeisturum í dag. 22. febrúar 2014 09:00
Bikarhátíð í Höllinni Samkvæmt sérfræðingum Fréttablaðsins er enginn vafi á því hvaða lið eru sigurstranglegri í bikúrslitaleikjunum í ár. 22. febrúar 2014 10:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti