Ungstirnin áfram á Dove Mountain 22. febrúar 2014 02:15 Rickie Fowler slær úr erfiðri stöðu í dag. 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni lauk nú í nótt á Dove Mountain vellinum í Arizona en margir áhugaverðir leikir fóru fram. Þar ber helst að nefna að Ernie Els sigraði Jason Dufner í spennandi leik sem endaði með sigri Els á 18 holu. Louis Oosthuizen fór illa með fyrrum US Open sigurvegaran Webb Simpson 5/4 á meðan að ungstirnið Jordan Spieth sló út Matt Kuchar sem átti titil að verja frá því í fyrra. Augu flestra voru þó á leik Sergio Garcia og Rickie Fowler en báðir kylfingar eru gríðarlega vinsælir meðal golfáhugamanna um allan heim. Leikurinn var mjög spennandi og hafði Bandaríkjamaðurinn ungi, Rickie Fowler, sigur á síðustu holunni eftir að hafa sett 5 metra pútt niður fyrir fugli. Mjög merkilegt atvik átti sér stað í leik Garcia og Fowler en á sjöundu holu voru báðir kylfingar að pútta fyrir fugli. Fowler átti rúmlega 5 metra pútt eftir en Garcia 2 metra pútt. Áður en Fowler náði að pútta sínu pútti bauð Garcia honum að fella holuna, þrátt fyrir að vera í töluvert betri stöðu en keppinautur sinn. Fowler þáði að sjálfsögðu boðið enda í mun verri stöðu til þess að næla sér í fugl og til þess að vinna holuna. Eftir hringinn var Garcia spurður út í af hverju hann bauð Fowler að jafna sjöundu holuna. „Á sjöttu holu hafði ég fengið lausn frá býflugnasveimi í tvígang, það tók mikinn tíma og keppinautur minn þurfti að bíða lengi eftir mér. Ég var alinn upp í þeirri trú að golf sé herramannsíþrótt, faðir minn kenndi mér það og mér fannst bara sanngjarnt að bjóða Fowler upp á þetta eftir að hafa látið hann bíða svona lengi eftir mér á síðustu holu.“ Þá sigraði Graeme McDowell Bandaríkjamanninn Hunter Mahan eftir að hafa boðið upp á veislu á flötunum á seinni níu holunum þar sem hann setti niður hvert púttið á fætur öðru. Átta manna úrslit fara fram á morgun en þau verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsendingin klukkan 17:00.Leikirnir í átta manna úrslitum: Louis Oosthuizen mætir Jason Day Jordan Spieth mætir Ernie Els Jim Furyk mætir Rickie Fowler Victor Dubuisson mætir Graeme McDowell
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira