Fimm óumbeðnar milljónir til húss í einkaeigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 11:12 MYND/BJÖRN INGI BJARNASON/Pjetur Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan. Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg fékk fimm milljón króna styrk á dögunum frá Minjastofnun til að ráðast í endurbætur á húsinu Ingólfi á Selfossi. Miljónunum fimm verður varið í að gera sökkul undir húsið, sem er í einkaeigu og flytja það í miðbæ Selfoss. Bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa furðað sig á úthlutuninni því engin formleg umsókn var send til Minjastofnunar vegna þessa verkefnis. Fulltrúarnir vöktu máls á undrun sinni á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn og lýstu því yfir að um leið og þau fögnuðu framlögunum þá furðuðu þau sig á umræddri styrkveitingu til handa húsinu Ingólfi. „Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð fimm milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts. Þetta kemur fram í frétt Sunnlenska af málinu. Minjastofnun heyrir undir forsætisráðuneytið eftir að núverandi ríkisstjórn flutti hana úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er úthlutunin undirrituð af Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni forsætisráðherra. Bókun bæjarfulltrúana er eftirfarandi:Um leið og undirrituð fagna því að framlög frá ríkinu koma til sveitarfélagsins lýsum við undrun okkar á styrkveitingu til sveitarfélagsins, dags. 27- 12- 2013, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutuðum óumbeðnum styrk að upphæð 5.000.000 kr, til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila.Eggert Valur Guðmundsson, S-listaArna Ír Gunnarsdóttir, S-listaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem styrkveitingar ráðuneytisins hafa vakið furðu en Vísir hefur greint frá tveggja milljón króna úthlutun til Ísafjarðarbæjar sem einnig var óumbeðin og lesa má um hér að neðan.
Tengdar fréttir Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Gæluverkefni ráðherra sett í forgang Forsætisráðuneytið hefur einhliða styrkt verkefni í Ísafjarðarbæ fyrir tólf milljónir króna. 18. janúar 2014 09:00