Takk fyrir mig! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 10:00 Textar Against Me! hafa aldrei verið svakalegri. vísir/getty Söngkonan Laura Jane Grace fer fyrir bandarísku pönkrokksveitinni Against Me! sem spilaði í Reykjavík fyrir níu árum. Þá gekk Grace undir nafninu Tom Gabel en árið 2012 greindi hún frá því opinberlega að hún væri kona. Í síðasta mánuði sendi sveitin svo frá sér sína fyrstu breiðskífu eftir þessi merkilegu tíðindi. Transgender Dysphoria Blues nefnist gripurinn og um eins konar þemaplötu er að ræða. Grace syngur af mikilli ákefð um reynslu sína af því að vera kona í líkama karlmanns, fordóma samfélagsins og ástina frá sjónarhorni transmanneskju.Ég verð að viðurkenna að áður en ég hlustaði á þessa plötu hélt ég að ég hefði heyrt rokktexta um allt í heiminum. Trúði því að samin hefðu verið lög um hér um bil allt sem hægt er að semja um. En þá varpaði Against Me! þessari kærkomnu sprengju inn í tónlistarveruleika minn. Textarnir á plötunni skipta miklu máli og kenna þeim heilmikið sem hlusta. Grace syngur um það að hana dreymi um að strákarnir sjái hana eins og allar hinar stelpurnar, en sjái þess í stað "bara fagga". Þá syngur hún um kvennaveiðar fortíðar með karlkyns vinum sínum, þar sem hún óskaði sér einskis heitar en að vera eins og þeir. Þetta eru vandamál sem ég hef aldrei staðið frammi fyrir, og aldrei fengið betri innsýn í en nú. Og þetta eru bara tvö lög af tíu. Takk fyrir þetta, Laura. Núna skil ég betur hvernig það er að vera eins og þú. Núna veit ég líka að það er fullt, fullt af rokktextum sem enn á eftir að semja. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngkonan Laura Jane Grace fer fyrir bandarísku pönkrokksveitinni Against Me! sem spilaði í Reykjavík fyrir níu árum. Þá gekk Grace undir nafninu Tom Gabel en árið 2012 greindi hún frá því opinberlega að hún væri kona. Í síðasta mánuði sendi sveitin svo frá sér sína fyrstu breiðskífu eftir þessi merkilegu tíðindi. Transgender Dysphoria Blues nefnist gripurinn og um eins konar þemaplötu er að ræða. Grace syngur af mikilli ákefð um reynslu sína af því að vera kona í líkama karlmanns, fordóma samfélagsins og ástina frá sjónarhorni transmanneskju.Ég verð að viðurkenna að áður en ég hlustaði á þessa plötu hélt ég að ég hefði heyrt rokktexta um allt í heiminum. Trúði því að samin hefðu verið lög um hér um bil allt sem hægt er að semja um. En þá varpaði Against Me! þessari kærkomnu sprengju inn í tónlistarveruleika minn. Textarnir á plötunni skipta miklu máli og kenna þeim heilmikið sem hlusta. Grace syngur um það að hana dreymi um að strákarnir sjái hana eins og allar hinar stelpurnar, en sjái þess í stað "bara fagga". Þá syngur hún um kvennaveiðar fortíðar með karlkyns vinum sínum, þar sem hún óskaði sér einskis heitar en að vera eins og þeir. Þetta eru vandamál sem ég hef aldrei staðið frammi fyrir, og aldrei fengið betri innsýn í en nú. Og þetta eru bara tvö lög af tíu. Takk fyrir þetta, Laura. Núna skil ég betur hvernig það er að vera eins og þú. Núna veit ég líka að það er fullt, fullt af rokktextum sem enn á eftir að semja.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp