Íslandsbanki hyggst sameina höfuðstöðvar á einn stað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 13:54 Vísir/Valli Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einn stað á Kirkjusandi en starfsemi höfuðstöðva fer fram á fjórum stöðum í dag. Sameiningin felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi með viðbyggingu við suðurenda byggingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrarsviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand, en á því sviði starfa um 300 manns. „Með þessari sameiningu viljum við byggja upp öfluga fjármálamiðstöð á besta stað í borginni þar sem viðskiptavinir geta sótt alla þjónustu á einn stað og starfsmenn höfuðstöðva sameinast,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að töluverð hagræðing náistmeð sameiningu höfuðstöðvanna á einn stað, bæði með lægri leigukostnaði og lækkun rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa, viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötuneyta. Með sameiningunni megi gera ráð fyrir töluverðri lækkun samgöngukostnaðar og tímasparnaðar þar sem starfsmenn þurfa ekki að ferðast á milli staða í sama mæli og í dag. „Við horfum til þess að sameiningin auki hagræði í rekstri mannvirkja og upplýsingakerfa. Þá sjáum við í hendi okkar að ná megi fram töluverðum tímasparnaði þar sem starfsmenn þurfa ekki að eyða miklum tíma í samgöngur á milli staða. Með þessu erum við einnig að minnka umhverfisáhrif sem fylgja rekstrinum í dag til dæmis með hagkvæmari og umhverfisvænni orkunotkun og með því að draga úr útblæstri og eldsneytisnotkun sem fylgja ferðum á milli staða. Við eigum í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg hvað varðar deiliskipulag og frekari þróun á svæðinu og sjáum ýmis spennandi tækifæri hvað það varðar,“ segir Birna. Íslandsbanki segir að í sameiningunni felist töluverð samlegðaráhrif þar sem mikilvægar stoðeiningar og viðskiptaeiningar sameinast undir einu þaki. Sameiningin muni þannig stuðla að enn betri þjónustu og aukinni starfsánægju. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í um tvö ár. Við hönnun viðbyggingarinnar verður horft til bæði umhverfisþátta og aukinnar hagkvæmni í rekstri. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einn stað á Kirkjusandi en starfsemi höfuðstöðva fer fram á fjórum stöðum í dag. Sameiningin felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi með viðbyggingu við suðurenda byggingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrarsviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand, en á því sviði starfa um 300 manns. „Með þessari sameiningu viljum við byggja upp öfluga fjármálamiðstöð á besta stað í borginni þar sem viðskiptavinir geta sótt alla þjónustu á einn stað og starfsmenn höfuðstöðva sameinast,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að töluverð hagræðing náistmeð sameiningu höfuðstöðvanna á einn stað, bæði með lægri leigukostnaði og lækkun rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa, viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötuneyta. Með sameiningunni megi gera ráð fyrir töluverðri lækkun samgöngukostnaðar og tímasparnaðar þar sem starfsmenn þurfa ekki að ferðast á milli staða í sama mæli og í dag. „Við horfum til þess að sameiningin auki hagræði í rekstri mannvirkja og upplýsingakerfa. Þá sjáum við í hendi okkar að ná megi fram töluverðum tímasparnaði þar sem starfsmenn þurfa ekki að eyða miklum tíma í samgöngur á milli staða. Með þessu erum við einnig að minnka umhverfisáhrif sem fylgja rekstrinum í dag til dæmis með hagkvæmari og umhverfisvænni orkunotkun og með því að draga úr útblæstri og eldsneytisnotkun sem fylgja ferðum á milli staða. Við eigum í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg hvað varðar deiliskipulag og frekari þróun á svæðinu og sjáum ýmis spennandi tækifæri hvað það varðar,“ segir Birna. Íslandsbanki segir að í sameiningunni felist töluverð samlegðaráhrif þar sem mikilvægar stoðeiningar og viðskiptaeiningar sameinast undir einu þaki. Sameiningin muni þannig stuðla að enn betri þjónustu og aukinni starfsánægju. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í um tvö ár. Við hönnun viðbyggingarinnar verður horft til bæði umhverfisþátta og aukinnar hagkvæmni í rekstri.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira