Skiptir máli að kalla sig femínista? Katrín og Anna Tara skrifar 8. mars 2014 14:12 Við beindum spurningum okkar að þeim Frosta og Mána í útvarpsþættinum Kynlegir Kvistir síðastliðið miðvikudagskvöld. Þar ræddum við hugtökin femínisma og jafnrétti og hver munurinn er þar á. Skoðum nánar skilgreiningarnar á þessum tveimur hugtökum. Jafnréttissinni er sá sem beitir sér fyrir jafnrétti allra hópa og femínisti beitir sér fyrir jafnrétti kynjanna. Mætti þá ekki segja að femínisminn sé undirgrein jafnréttisstefnunnar? Er hægt að vera jafnréttissinni án þess að vera femínisti? Viljum við þá jafnrétti fyrir alla nema konur? Af hverju forðast ákveðinn hópur fólks að kalla sig femínista? Er það vegna haturs í garð kvenna? Er konum einfaldlega ekki treystandi fyrir ábyrgð? Eru konur með lægri laun af því þær eru einfaldlega ekki jafn duglegar? Er bara verið að pína konur út á vinnumarkaðinn og eigum við eitthvað að vera að því? Að öllu gríni slepptu. Skoðanir þeirra sem hæst hafa eiga það til að vera yfirfærðar á aðra sem eru ekki endilega sömu skoðunnar. Kýs fólk fremur að kalla sig jafnréttissinna en femínista til þess að koma í veg fyrir að þeim verði gerðar upp ákveðnar skoðanir sem endurspegla ekki þeirra hugsunarhátt? Það sem sameinar alla femínista er viljinn til að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna. Skoðanir um hvernig fara eigi að því eru hins vegar fjölbreyttar. Þær fjölbreyttu skoðanir virðast þó ekki ná upp á yfirborðið. Þeir sem forðast að kalla sig femínista en kalla sig þó jafnréttissinna tala því ekki fyrir hönd femínista. Það gerir það að verkum að femínisminn verður einsleitur, þrátt fyrir að við séum öll að vinna að sama markmiði og viljum ná sem bestum árangri. Mikilvægt er að forðast ekki hugtök baráttunnar því þá verður birtingarmynd hennar einsleit. Það mun lítil sem engin þróun eiga sér stað ef við stillum okkur ávallt upp í stríðandi fylkingar. Það er ábyrgð okkar allra að tala í nafni femínismans og gefa rétta og raunverulega mynd af honum. Við erum öll í sama liði. Sýnum það. Heyrumst á miðvikudaginn, Anna Tara & Katrínhttps://is.glosbe.com/is/en/jafnr%C3%A9ttissinnihttps://is.glosbe.com/is/en/fem%C3%ADnismi Harmageddon Mest lesið Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon
Við beindum spurningum okkar að þeim Frosta og Mána í útvarpsþættinum Kynlegir Kvistir síðastliðið miðvikudagskvöld. Þar ræddum við hugtökin femínisma og jafnrétti og hver munurinn er þar á. Skoðum nánar skilgreiningarnar á þessum tveimur hugtökum. Jafnréttissinni er sá sem beitir sér fyrir jafnrétti allra hópa og femínisti beitir sér fyrir jafnrétti kynjanna. Mætti þá ekki segja að femínisminn sé undirgrein jafnréttisstefnunnar? Er hægt að vera jafnréttissinni án þess að vera femínisti? Viljum við þá jafnrétti fyrir alla nema konur? Af hverju forðast ákveðinn hópur fólks að kalla sig femínista? Er það vegna haturs í garð kvenna? Er konum einfaldlega ekki treystandi fyrir ábyrgð? Eru konur með lægri laun af því þær eru einfaldlega ekki jafn duglegar? Er bara verið að pína konur út á vinnumarkaðinn og eigum við eitthvað að vera að því? Að öllu gríni slepptu. Skoðanir þeirra sem hæst hafa eiga það til að vera yfirfærðar á aðra sem eru ekki endilega sömu skoðunnar. Kýs fólk fremur að kalla sig jafnréttissinna en femínista til þess að koma í veg fyrir að þeim verði gerðar upp ákveðnar skoðanir sem endurspegla ekki þeirra hugsunarhátt? Það sem sameinar alla femínista er viljinn til að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna. Skoðanir um hvernig fara eigi að því eru hins vegar fjölbreyttar. Þær fjölbreyttu skoðanir virðast þó ekki ná upp á yfirborðið. Þeir sem forðast að kalla sig femínista en kalla sig þó jafnréttissinna tala því ekki fyrir hönd femínista. Það gerir það að verkum að femínisminn verður einsleitur, þrátt fyrir að við séum öll að vinna að sama markmiði og viljum ná sem bestum árangri. Mikilvægt er að forðast ekki hugtök baráttunnar því þá verður birtingarmynd hennar einsleit. Það mun lítil sem engin þróun eiga sér stað ef við stillum okkur ávallt upp í stríðandi fylkingar. Það er ábyrgð okkar allra að tala í nafni femínismans og gefa rétta og raunverulega mynd af honum. Við erum öll í sama liði. Sýnum það. Heyrumst á miðvikudaginn, Anna Tara & Katrínhttps://is.glosbe.com/is/en/jafnr%C3%A9ttissinnihttps://is.glosbe.com/is/en/fem%C3%ADnismi
Harmageddon Mest lesið Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon Sannleikurinn: Vonar að pabbi verði ekki mikið fullur Harmageddon Sannleikurinn: Gunnar Bragi: "Var bara að spila mig hard to get“ Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Er endurkoma Oasis í kortunum? Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon