Móðir ók með þrjú börn sín í sjóinn Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 10:00 Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent