Woods verkjalaus og með á Doral Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. mars 2014 23:23 Tiger Woods verður með um helgina í Flórída. vísir/AP Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods verður með á Cadillac Championship mótinu sem hefst á morgun á Heimsmótaröðinni á Doral golfsvæðinu í Flórída. Woods hefur verið í stífri meðferð vegna bakmeiðsla sem hann varð fyrir á Honda Classic mótinu um síðustu helgi. Woods hætti leik eftir 13 holur en á titil að verja á Blue Monster vellinum og mætir til leiks á morgun. „Mér líður mun betur. Ég hef verið í strangri meðferð og það hefur gengið frábærlega,“ segir Woods. „Það tekur á taugarnar þegar það er stanslaust verið að pota í þig en það hefur skilað því að ég get verið með í mótinu og get slegið af fullum krafti.“ Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem að meiðsli í mjóbaki eru að trufla besta kylfing heims. Hann lenti í því sama í FedEx-bikarnum síðastliðið haust. Þessi 38 ára kylfingur er að undirbúa sig fyrir fyrsta risamót ársins, Masters mótið, sem fer fram eftir rúman mánuð á Augusta National vellinum. „Ég vil vera í mínu besta formi þegar að það kemur að því að leika á Ausuta National. Við erum að reyna að búa til gott leikskipulag til að leika þann völl og auðvitað að reyni ég að ná mínum fimmta græna jakka,“ segir Woods. Cadillac Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 18:00 á morgun, fimmtudag.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira