Frumvörp um skuldaniðurfellinguna verða lögð fram á næstunni Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali á Bylgjunni í dag. visir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi hann meðal annars um skuldaniðurfellingu heimilanna sem var eitt aðal kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna í vor. „Á meðan að menn hafa verið að einbeita sér að umræðunni um Evrópumálin þá hefur vinnan við skuldamálin gengið mjög vel og er hún í gangi í fjármálaráðuneytinu eins og er,“ sagði Sigmundur Davíð á Bylgjunni í dag. „Eftir mikla undirbúningsvinnu er verið að semja frumvörp og skilst mér að það sé langt komið. Það ætti því að vera hægt að leggja þau inn í þingið á næstunni.“ Sigmundur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í tæknilega framkvæmd skuldaniðurfellingarinnar.Gríðarlega umfangsmikið tölvukerfi „Það hafa verið sett upp tölvukerfi og notendavæn viðmót fyrir neytendur. Einn af þeim sem hefur verið að vinna í þessu máli fullyrti við mig að þætta væri stærsta kerfið af þessum toga sem hefur nokkur tímann verið sett upp á Íslandi og gríðarlega umfangsmikið. Fólk á að geta farið inn á ákveðna heimasíðu, skráð sig þar og þá fari allt saman af stað.“ Forsætisráðherrann sagði ennfremur að í framhaldinu ætti fólk að fá sent nýja og endurútreiknaða greiðsluseðla. „Ég er farinn að hlakka mikið til að ræða þetta betur í þinginu og sjá þetta síðan í framhaldinu birtast. Vonandi ganga frumvörpin nokkuð hratt í gegn,“ segir Sigmundur sem býst við umræðu frá stjórnarandstöðunni varðandi málið. „Ég á ekki von á málþófi frá stjórnarandstöðunni til að stoppa málið. Fari málið hratt í gegn er gott að vera búin að vinna þessa tæknilegu undirbúningsvinnu svo hægt sé að hefjast strax handa.“Afnám verðtryggingarinnar Verðtryggingin var einnig til umræðu í þættinum og var talað um hver staðan væri á afnámi verðtryggingarinnar. „Nú er verið að skoða þau tvö álit sem sérfræðihóparnir skiluðu af sér og gengur það mjög vel. Þetta tengist vinnunni í sambandi við húsnæðismálið sem er einnig í þann mund að klárast. Verðtryggingarhópurinn vísaði ýmsum álitamálum inn í vinnu húsnæðishópsins og það er auðvitað óhjákvæmilegt að tengja þetta saman. Þegar menn eru að hanna nýtt húsnæðiskerfi fyrir Ísland þá tengist það augljóslega hvernig við vinnum að afnámi verðtryggingarinnar.“ Sigmundur talaði því næst um mögulegar mótvægisaðgerðir sem ættu að draga úr hugsanlegum neikvæðum skammtímaáhrifum sem gætu hugsanleg fylgt afnámi verðtryggingar. „Til þess að ná vöxtum niður á Íslandi þurfa fjármálin að vera í lagi, það þarf að helda verðbólgunni í skefjum og ríkisfjármálin þurfa að vera í jafnvægi. Þess vegna var lögð svona mikil áhersla á það að ná strax að stemma af ríkisreksturinn því ef menn hefðu frestað því í eitt eða tvö ár hefði það aukið enn meira á vandann.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi hann meðal annars um skuldaniðurfellingu heimilanna sem var eitt aðal kosningaloforð Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna í vor. „Á meðan að menn hafa verið að einbeita sér að umræðunni um Evrópumálin þá hefur vinnan við skuldamálin gengið mjög vel og er hún í gangi í fjármálaráðuneytinu eins og er,“ sagði Sigmundur Davíð á Bylgjunni í dag. „Eftir mikla undirbúningsvinnu er verið að semja frumvörp og skilst mér að það sé langt komið. Það ætti því að vera hægt að leggja þau inn í þingið á næstunni.“ Sigmundur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í tæknilega framkvæmd skuldaniðurfellingarinnar.Gríðarlega umfangsmikið tölvukerfi „Það hafa verið sett upp tölvukerfi og notendavæn viðmót fyrir neytendur. Einn af þeim sem hefur verið að vinna í þessu máli fullyrti við mig að þætta væri stærsta kerfið af þessum toga sem hefur nokkur tímann verið sett upp á Íslandi og gríðarlega umfangsmikið. Fólk á að geta farið inn á ákveðna heimasíðu, skráð sig þar og þá fari allt saman af stað.“ Forsætisráðherrann sagði ennfremur að í framhaldinu ætti fólk að fá sent nýja og endurútreiknaða greiðsluseðla. „Ég er farinn að hlakka mikið til að ræða þetta betur í þinginu og sjá þetta síðan í framhaldinu birtast. Vonandi ganga frumvörpin nokkuð hratt í gegn,“ segir Sigmundur sem býst við umræðu frá stjórnarandstöðunni varðandi málið. „Ég á ekki von á málþófi frá stjórnarandstöðunni til að stoppa málið. Fari málið hratt í gegn er gott að vera búin að vinna þessa tæknilegu undirbúningsvinnu svo hægt sé að hefjast strax handa.“Afnám verðtryggingarinnar Verðtryggingin var einnig til umræðu í þættinum og var talað um hver staðan væri á afnámi verðtryggingarinnar. „Nú er verið að skoða þau tvö álit sem sérfræðihóparnir skiluðu af sér og gengur það mjög vel. Þetta tengist vinnunni í sambandi við húsnæðismálið sem er einnig í þann mund að klárast. Verðtryggingarhópurinn vísaði ýmsum álitamálum inn í vinnu húsnæðishópsins og það er auðvitað óhjákvæmilegt að tengja þetta saman. Þegar menn eru að hanna nýtt húsnæðiskerfi fyrir Ísland þá tengist það augljóslega hvernig við vinnum að afnámi verðtryggingarinnar.“ Sigmundur talaði því næst um mögulegar mótvægisaðgerðir sem ættu að draga úr hugsanlegum neikvæðum skammtímaáhrifum sem gætu hugsanleg fylgt afnámi verðtryggingar. „Til þess að ná vöxtum niður á Íslandi þurfa fjármálin að vera í lagi, það þarf að helda verðbólgunni í skefjum og ríkisfjármálin þurfa að vera í jafnvægi. Þess vegna var lögð svona mikil áhersla á það að ná strax að stemma af ríkisreksturinn því ef menn hefðu frestað því í eitt eða tvö ár hefði það aukið enn meira á vandann.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira