Hamilton var fljótastur á lokadeginum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. mars 2014 21:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu eitt lauk í Bahrain í dag. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði með hraðasta tíma dagsins 1:33.278. Hann ók 69 hringi en tapaði miklum tíma í morgun vegna vandræða með gírkassa. Valtteri Bottas varð annar, þó nokkuð á eftir Hamilton en tími hans var 1:33.987. Williams bíll Bottas fór 108 hringi eða lengst allra í dag. Kamui Kobayashi á Caterham rauf einnig hundrað hringja múrinn og ók 106 hringi. Kobayashi náði aðeins tólfta besta tímanum en hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Hamilton. Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja besta tímanum og ók 74 hringi. Hann olli því að æfingin var stöðvuð þegar bíll hans staðnamst á brautinni af ókunnri ástæðu. Sebastian Vettel á Red Bull ók 78 hringi í dag en náði aðeins níunda besta tíma dagsins. Hann snéri bílnum sínum þegar hann reyndi að ná hraðasta tímanum. Tíðar bilanir bílsins hafa líklega valdið því að ökumenn liðsins þekkja aksturseiginleika hans lítið. Max Chilton hjá Marussia kom einna mest á óvart í dag. Hann náði þá sjöunda besta tímanum og ók 61 hring. Marussia varð í 10. sæti í keppni bílasmiða í fyrra. Þeir gætu komið þónokkuð á óvart á þessu tímabili.Vísir/GettyVísir/Getty
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira