Arnold Palmer Invitational hefst á morgun 19. mars 2014 17:44 Arnold Palmer er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. AP Arnold Palmer Invitational hefst á morgun en mótið fer fram eins og vanalega á Bay Hill vellinum í Orlando. Nánast öll stærstu nöfn PGA-mótaraðarinnar verða með en ljóst er að Tiger Woods á eftir að verða saknað en hann gaf út yfirlýsingu í gær um að hann yrði ekki með vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarið. Woods hefur unnið mótið síðustu tvö ár og alls átta sinnum á þeim 18 árum sem hann hefur verið atvinnumaður. Á fyrsta og öðrum hring eru nokkur áhugaverð holl sem gaman verður að fylgjast með, til að mynda leikur fyrrum Masters sigurvegarinn Bubba Watson með ungstirninu Rickie Fowler ásamt FedEx meistaranum frá 2012, Brandt Snedeker. Þá leika Justin Rose, Adam Scott og hinn kokhrausti Patrick Reed saman í holli á meðan að Bandaríkjamaðurinn og fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley er paraður með evrópska dúóinu Ian Poulter og Henrik Stenson. Veðurspáin fyrir mótið er mjög góð og ættu því að vera kjör aðstæður fyrir bestu kylfinga heims til þess að skora vel á Bay Hill vellinum, sem oft getur reynst mjög erfiður þegar að aðstæður eru ekki sem bestar. Mótið hefst eins og áður segir á morgun en það verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Arnold Palmer Invitational hefst á morgun en mótið fer fram eins og vanalega á Bay Hill vellinum í Orlando. Nánast öll stærstu nöfn PGA-mótaraðarinnar verða með en ljóst er að Tiger Woods á eftir að verða saknað en hann gaf út yfirlýsingu í gær um að hann yrði ekki með vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarið. Woods hefur unnið mótið síðustu tvö ár og alls átta sinnum á þeim 18 árum sem hann hefur verið atvinnumaður. Á fyrsta og öðrum hring eru nokkur áhugaverð holl sem gaman verður að fylgjast með, til að mynda leikur fyrrum Masters sigurvegarinn Bubba Watson með ungstirninu Rickie Fowler ásamt FedEx meistaranum frá 2012, Brandt Snedeker. Þá leika Justin Rose, Adam Scott og hinn kokhrausti Patrick Reed saman í holli á meðan að Bandaríkjamaðurinn og fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley er paraður með evrópska dúóinu Ian Poulter og Henrik Stenson. Veðurspáin fyrir mótið er mjög góð og ættu því að vera kjör aðstæður fyrir bestu kylfinga heims til þess að skora vel á Bay Hill vellinum, sem oft getur reynst mjög erfiður þegar að aðstæður eru ekki sem bestar. Mótið hefst eins og áður segir á morgun en það verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira