Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. mars 2014 16:30 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00
Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38
Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00