Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:45 Craig Pedersen er nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Mynd/KKÍ Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25