Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 11:45 Phil Jackson verður maðurinn á bakvið tjöldin hjá New York Knicks. Vísir/EPA Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira
Phil Jackson, sigursælasti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, verður kynntur sem nýr forseti New York Knicks í dag en hann verður æðsti maður hjá félaginu og sér um daglegan rekstur liðsins. Fram kemur á vef ESPN að Jackson hafi verið í viðræðum við Knicks í marga mánuði en hann hefur lengi langað til að vinna á bakvið tjöldin hjá NBA-liði eftir áratugi á parketinu. Jackson, sem vann sex meistaratitla sem þjálfari Chicago Bulls og fimm sem þjálfari Los Angeles Lakers, varð einnig meistari í tvígang sem leikmaður New York Knicks árin 1970 og 1973. Liðið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan þá en Jackson bíður erfitt og vandasamt verkefni að koma New York-liðinu aftur á toppinn eftir mörg erfið ár þar í borg. „Phil getur gert góða hluti með liðið því hann er einstakur. Hann er frábær að hafa stjórn á stórstjörnum með mikið egó og fá alla til að róa í sömu átt,“ segir MichaelJordan við ESPN um sinn gamla lærimeistara. „Phil er frábær. Hann er mjög gáfaður og verður fljótur að komast að því hvað hann þarf að gera. Hann á líka marga vini í deildinni, eins og mig, sem verða alltaf tilbúnir að hjálpa honum.“ „Eina vandamálið er að enginn af okkur mun hjálpa honum með því að gefa eftir góða leikmenn eða valrétti í nýliðavalinu. Það er sá hluti starfsins sem er erfiðastur. En ég óska honum velgengni. Ég hef trú á honum og veit að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur mun ganga upp á endanum,“ segir Michael Jordan.Michael Jordan trúir á sinn mann.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Sjá meira