NBA: Ekkert lát á sigurgöngum Spurs og Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2014 07:15 Blake Griffin og Chris Paul. Vísir/AP Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni: NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu sigurgöngum sínum áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Miami Heat vann Houston þökk sé skotsýningu Ray Allen í lokin, Dallas vann Durant og félagar í OKC og Anthony Davis var með 40/20 leik í sigri Pelíkananna.Blake Griffin var með 21 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 102-80 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var ellefti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar og skoraði 11 af 16 stgium sínum á síðustu sex mínútunum. Clippers-liðið hefur ekki tapað síðan 21. febrúar og jafnaði með þessu metið yfir lengstu sigurgöngu tímabilsins en bæði San Antonio Spurs og Portland Trailblazers tókst að vinna ellefu leiki í röð fyrr á þessu tímabili.Manu Ginobili skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og varð ennfremur fyrsta liðið til þess að vinna 50 leiki á tímabilinu. Spurs vann 122-104 sigur á Utah Jazz en liðið hitti úr 62,8 prósent skota sinna í leiknum. Tony Parker var með 18 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig.Ray Allen skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 113-104 heimasigur á Houston Rockets. LeBron James og Dwyane Wade voru báðir með 24 stig í leiknum en þetta var aðeins annar sigur Miami-liðsins í síðustu sjö leikjum. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með 21 stig og 14 fráköst í þriðja tapi Houston í röð.Anthony Davis var með 40 stig og 21 frákast þegar New Orleans Pelicans vann 121-120 sigur á Boston Celtics eftir framlengdan leik en þetta voru tvö persónuleg met hjá Davis sem er kominn í hóp bestu kraftframherja deildarinnar. Jeff Green skoraði 39 stig fyrir Boston en það dugði ekki til og liðið tapaði fjórða leik sínum í röð.Stephen Curry var með 28 af 37 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Golden State Warriors vann 113-112 sigur á Portland Trailblazers. Klay Thompson skoraði 27 stig og þar á meðal sigurkörfuna 11,1 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Golden State sem er einum og hálfum leik á eftir Portland í baráttunnum um fimmta sætið í Vesturdeildinni.Dallas Mavericks var búið að tapa sjö deildarleikjum í röð á móti Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 109-86 sigur í leik liðanna í Oklahoma City í nótt. Shawn Marion skoraði 19 stig fyrir Dallas og Vince Carter var með 18 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig og fór yfir 25 stig í 26. leiknum í röð en því hafði enginn náð síðan að Michael Jordan tókst það í 40 leikjum í röð tímabilið 1986 til 1987.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 92-101 Toronto Raptors - Phoenix Suns 113-121 Miami Heat - Houston Rockets 113-104 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 121-120 (framlengt) Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 104-102 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-109 San Antonio Spurs - Utah Jazz 122-104 Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 112-113 Los Angeles Clippers - Cleveland Cavaliers 102-80Staðan í NBA-deildinni:
NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira